FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 12:31 Lewis Hamilton hefur lagt sig hvað mest fram við að vekja athygli á málefnum líkt og loftlagsmálum eða réttindum hinseginfólks. AP Photo/Kamran Jebreili FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum. Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum.
Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira