Samþykktu að birta skattskýrslur Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 08:26 Donald Trump gerði það að einu helsta stefnumáli sínu að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál hans yrðu opinber. AP/Andrew Harnik Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það. Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56