Upprunaábyrgðir lækka raforkuverð Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson skrifa 19. desember 2022 08:01 Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun