Sport

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í liði umferðarinnar

Andri Már Eggertsson skrifar
Gísli Þorgeir er í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni
Gísli Þorgeir er í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni Vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmenn Magdeburg, voru í liði 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Eftir tíu leiki er Magdegburg í þriðja sæti í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Íslendingarnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa farið á kostum á tímabilinu og voru báðir valdir í lið 10. umferðar eftir sigur á PSG sem er á toppnum í riðlinum með sextán stig tveimur stigum meira en Magdeburg. 

 

Magdeburg fór til Frakklands og vann fjögurra marka sigur á PSG 33-37 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í hálfleik. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru fyrir sínu liði og skoruðu samanlagt 21 mark. Ómar Ingi skoraði tólf mörk og Gísli Þorgeir skoraði níu mörk. 

 

Eftir frábæra frammistöðu gegn PSG voru þeir báðir valdir í úrvalslið 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Magdeburg er eina félagið sem á tvo fulltrúa í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×