Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Árni Sæberg skrifar 17. desember 2022 18:19 Annar mannanna kveðst hafa trúað því að hinn myndi láta verða af voðaverkum. Vísir Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00