Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2022 12:34 Bláa lónið er fallegt á vetrardegi sem sumardegi. Í dag er hins vegar ófært í Bláa lónið. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent