Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. desember 2022 12:36 Leigubílstjórar hringsóluðu í kringum Dómkirkjuna og utan við Alþingishúsið í mótmælaskyni þegar atkvæðagreiðsla um leigubílafrumvarpið fór fram í vikunni. Aðsend Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum. Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum.
Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira