„Þetta er lífshættulegt ástand“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:06 „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun. Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Uppfært: Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar tjáði fréttastofu í hádeginu að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa gistiskýlin opin laugardag og sunnudag. „Það er ekki séns að við séum að fara út. Hér var maður sem varð nærri úti áðan. Hann hefði getað orðið úti. Þetta er versta ofbeldi sem fyrirfinnst,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í samtali við Vísi nú í morgun. Fyrr í morgun birti Ragnar Erling myndskeið á Facebook-síðu sinni þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Fleiri hundruð manns hafa deilt myndskeiði Ragnars er þetta er ritað. Ragnar Erling var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðið fimmtudagskvöld en hann hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg væri búin að virkja neyðaráætlun og hefði ákveðið að hafa neyðarskýli sín opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kulda. Staðan yrði svo metin. Gistiskýlin eru alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna. Krefjast virðingar „Hér átti að vísa okkur út klukkan tíu í morgun,“ segir Ragnar Erling í myndbandinu sem hann birti nú í morgun. Hann bætir við að sólarhringsopnun gistiskýlanna hafi greinilega verið „sýndarmennska“ af hálfu borgaryfirvalda. Í samtali við Vísi segir Ragnar að eins og staðan er núna eigi að vísa mönnum úr gistiskýlinu klukkan tólf á hádegi í dag. „Ef þau vilja virkilega senda okkur út, þá mega þau bara henda okkur út.“ „Það er ekki að ræða að ég bjóði sjálfum mér upp á þetta, eða bræðrum mínum sem eru hérna með mér,“ segir Ragnar í myndskeiðinu og býður jafnframt konunum í Konukoti að slást í hópinn, ef ske kynni að þeim hafi einnig verið vísað út í kuldann. „Þetta er staðreyndin í dag, kæru Íslendingar. Reykjavík vildi bara sýnast í gær. Það voru búnar að vera frosthörkur í tvær vikur fyrir daginn í gær, og allt í einu var eitthvað opið í gær. Sýndarmennska og ekkert annað, kæra fólk. Við krefjumst þess að fá virðingu, að það sé séð að við erum líka fólk. Við sem erum heimilislaus og þjáumst af fíknisjúkdómum,“ segir Ragnar Erling í lok myndskeiðsins og lofar þvínæst að koma með stöðuuppfærslu í hádeginu. „Þetta er lífshættulegt ástand. Hér eru menn veikir.“ Segir engan þurfa að sofa úti Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið sagði Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að farið yrði vel yfir hvar hægt væri að rýmka til. „Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært.“ Þá benti hún á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík.“ Uppfært kl. 12.29 Í samtali við Vísi staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að sólarhringsopnun sé áfram fyrirhuguð í neyðarskýlinu á Granda. Það sama gildir um önnur gistiskýli í borginni. Þau verða opin í dag og á morgun.
Veður Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira