Innlent

Handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn við veitingahús í miðborg Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og vörslu fíkniefna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Á annað hundrað bifreiðar voru stöðvaðar við Bústaðarveg í gærkvöldi og kannað með ástand ökumanna og ökutækja. Einn ökumaður handtekinn þar sem í honum mældist áfengi og ólögleg vímuefni, ásamt því að hafa verið að aka sviptur ökuréttindum Tveir aðrir ökumenn reyndust vera undir refsimörkum og var þeim gert að hætta akstri.

Um níuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 107. Bifreið var ekið á ljósastaur og síðan af vettvangi.Ökumaðurinn skildi skráningarnúmer bifreiðarinnar eftir á vettvangi en platan mun hafa losnað við áreksturinn.

Þá voru tveir veitingastaðir kærðir eftir eftirlit lögreglu í nótt þar sem dyraverðir voru ekki með réttindi í lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×