Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2022 14:57 Hanna Katrín Friðriksson og flokkssystkini hennar hafa gagnrýnt meðferð fjárlaganefndar. Helga Vala Helgadóttir í Samfylkingunni hefur gert það sömuleiðis. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. Fjárlög næsta árs koma til loka atkvæðagreiðslu nú um hádegisbil og gæti tekið nokkurn tíma þar sem greidd verða atkvæði um nokkrar breytingartillögur og þingmenn gera sjálfsagt margir grein fyrir atkvæði sínu. Í framhaldinu verða síðan greidd atkvæði um átta önnur þingmál eins og frumvarp um leiðgubílaakstur sem væntanlega verður að lögum í dag. Nú fyrir hádegi ræddu þingmenn ýmis mál undir liðnum störf þingsins. Nokkrir þeirra gerðu ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar um sérstakan 100 milljón króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri að umræðuefni. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar setti málið í samhengi við fyrirheit um vönduð og gagnsæ vinnubrögð sem sett hafi verið fram með lögum um opinber fjármál árið 2015. Með þessum vinnubrögðum hefði meirihlutinn kippt fyrirkomulagi um styrki tll fjölmiðla úr sambandi. Beiðni N4 um styrkinn hefði komið fram eftir að Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefði greint forsvarsmanni N4 frá því að slík beiðni gæti skilað sér. „En með tilliti til ábyrgra fjármála þá er þessi framkoma meirihluta fjárlaganefndar ekkert annað en skandall,“ sagði Hanna Katrín. Sigmar Guðmundsson úr sama flokki var á sama máli. „Þetta er algerlega nákvæmlega eins og ég myndi leggja til að veittur yrði almennur fjárhagsstyrkur til landsmanna en hafa það skilyrði að þeir einir geti sótt um sem eru 53 ára gamlir karlmenn sem hafa starfað í að minnsta kosti tvo áratugi á fjölmiðlum, eru búsettir í Blönduhlíð og eiga íslenskan fjárhund. Fjárveitingin er sögð almenn en skilyrðin eru klæðskerasaumuð að einum aðila,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók undir með honum og undraðist þessa afgreiðslu á sama tíma og ekki hefði verið hægt að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu með svipaðri upphæð. „En það virtist vera einhvers staðar í skúmaskotum og bakherbergjum engin einasti vandi að sýna þá rótgrónu spillingu sem er hér, ef á að hyggla einhverjum ákveðnum, og ef hagsmunagæslan fær að njóta sín, þegar fundnar eru þessar hundrað milljónir til einkarekins fjölmiðils úti á landi. Burtséð frá því hversu frábær fjölmiðillinn er. Spurningin snýst ekki um það,“ sagði Inga Sæland. Fjölmiðlar Alþingi Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjárlög næsta árs koma til loka atkvæðagreiðslu nú um hádegisbil og gæti tekið nokkurn tíma þar sem greidd verða atkvæði um nokkrar breytingartillögur og þingmenn gera sjálfsagt margir grein fyrir atkvæði sínu. Í framhaldinu verða síðan greidd atkvæði um átta önnur þingmál eins og frumvarp um leiðgubílaakstur sem væntanlega verður að lögum í dag. Nú fyrir hádegi ræddu þingmenn ýmis mál undir liðnum störf þingsins. Nokkrir þeirra gerðu ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar um sérstakan 100 milljón króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri að umræðuefni. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar setti málið í samhengi við fyrirheit um vönduð og gagnsæ vinnubrögð sem sett hafi verið fram með lögum um opinber fjármál árið 2015. Með þessum vinnubrögðum hefði meirihlutinn kippt fyrirkomulagi um styrki tll fjölmiðla úr sambandi. Beiðni N4 um styrkinn hefði komið fram eftir að Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefði greint forsvarsmanni N4 frá því að slík beiðni gæti skilað sér. „En með tilliti til ábyrgra fjármála þá er þessi framkoma meirihluta fjárlaganefndar ekkert annað en skandall,“ sagði Hanna Katrín. Sigmar Guðmundsson úr sama flokki var á sama máli. „Þetta er algerlega nákvæmlega eins og ég myndi leggja til að veittur yrði almennur fjárhagsstyrkur til landsmanna en hafa það skilyrði að þeir einir geti sótt um sem eru 53 ára gamlir karlmenn sem hafa starfað í að minnsta kosti tvo áratugi á fjölmiðlum, eru búsettir í Blönduhlíð og eiga íslenskan fjárhund. Fjárveitingin er sögð almenn en skilyrðin eru klæðskerasaumuð að einum aðila,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók undir með honum og undraðist þessa afgreiðslu á sama tíma og ekki hefði verið hægt að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu með svipaðri upphæð. „En það virtist vera einhvers staðar í skúmaskotum og bakherbergjum engin einasti vandi að sýna þá rótgrónu spillingu sem er hér, ef á að hyggla einhverjum ákveðnum, og ef hagsmunagæslan fær að njóta sín, þegar fundnar eru þessar hundrað milljónir til einkarekins fjölmiðils úti á landi. Burtséð frá því hversu frábær fjölmiðillinn er. Spurningin snýst ekki um það,“ sagði Inga Sæland.
Fjölmiðlar Alþingi Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. 15. desember 2022 23:59
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01