Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 14:23 Tryggingastofnun greiðir eingreiðsluna út í dag. Vísir/Sigurjón Ólason Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman. Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman.
Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04