Stjörnurnar minnast tWitch: „Hvorki höfuð mitt né hjarta ná utan um þetta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. desember 2022 12:46 Sjónvarpskonan Ellen DeGeneres minnist félaga síns með hjartnæmri færslu á Instagram. Instagram Síðasta sólarhringinn hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar vestanhafs fyllst af minningarorðum um dansarann og plötusnúðinn tWitch. Í gær var tilkynnt að tWitch hefði fallið fyrir eigin hendi, aðeins 40 ára gamall. tWitch, sem heitir réttu nafni Stephen Boss, var dýrkaður og dáður af félögum sínum í Hollywood og af aðdáendum um allan heim. Hann varð þekktur fyrir að lenda í öðru sæti danskeppninnar So You Think You Can Dance. Árið 2014 hóf hann störf sem plötusnúður og framleiðandi fyrir The Ellen DeGeneres Show með Ellen DeGeneres. „Hjarta mitt er brotið“ Ellen og tWitch voru nánir vinir og er hún ein þeirra sem hefur minnst hans á samfélagsmiðlum. „Hjarta mitt er brotið. tWitch var hrein ást og ljós. Hann var fjölskylda mín og ég elskaði hann af öllu mínu hjarta,“ skrifaði sjónvarpskonan Ellen. Ellen starfaði með tWitch í átta ár eða allt þar til The Ellen Generes Show hætti göngu sinni síðasta vor. View this post on Instagram A post shared by Ellen DeGeneres (@theellenshow) Falleg sál og sannkallaður ljósgeisli Söng- og leikkonan Jennifer Lopez minntist tWitch á Instagram. Sagði hún tWitch hafa verið fallega sál og sannkallaðan ljósgeisla. Þá sendi hún samúðarkveðjur til eiginkonu hans og barna. J.Lo og tWitch höfðu unnið saman að dansþáttunum World of Dance. J.Lo var framleiðandi og dómari í þáttunum og tWitch kom reglulega fram í þáttunum, ýmist sem liðstjóri eða gestadómari. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Þjáður á bakvið luktar dyr Tónlistarmaðurinn Justin Timerberlake hafði þekkt tWitch í yfir tuttugu ár. „Það er svo sárt að heyra að einhver sem færði öllum svo mikla gleði, hafi verið svona þjáður á bakvið luktar dyr,“ skrifaði tónlistarmaðurinn og minnti á að við vitum aldrei hvað fólk er í raun að ganga í gegnum. Minnist manneskju sem geislaði af góðmennsku Fyrrverandi forsetafrúin Michelle Obama birti falleg minningarorð á Instagram síðu sinni. Hún kynntist tWitch í heimsóknum sínum í The Ellen DeGeneres Show og í gegnum verkefni sitt Let's Move. „Stephen var ótrúlegt afl - manneskja sem geislaði af góðmennsku og jákvæðni og hann sá til þess að allir í kringum hann finndu fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by Michelle Obama (@michelleobama) Stærsta fyrirmynd og besti vinur Dansarinn og samfélagsmiðlastjarnan JoJo Siwa hafði unnið með tWitch í þáttunum So You Think You Can Dance og voru þau að hennar sögn bestu vinir. „tWitch var besti vinur og lærifaðir, ekki bara minn, heldur SVO margra. Ég mun aldrei gleyma því hvernig það var að vinna með honum í SYTCD. Hann kom með svo mikið ljós inn í líf mitt. Hann er manneskja sem ég hafði litið upp til síðan ég fæddist og varð síðan minn besti vinur.“ View this post on Instagram A post shared by JoJo Siwa (@itsjojosiwa) „Margir þjást í hljóði“ Þá skrifaði leikkonan og þáttastjórnandinn Jada Pinkett Smith undir mynd á Instagram að hún hefði vaknað við þær hræðilegu fréttir að tWitch væri farinn. Hún hafði meðal annars unnið með dansaranum við gerð myndarinnar Magic Mike. „Hann var svo ljúfur, góður og örlátur. Það eru svo margir sem þjást í hljóði. Ég vildi óska þess að hann hefði vitað að hann þurfti ekki að gera það,“ skrifaði hún með brotið hjarta. View this post on Instagram A post shared by Jada Pinkett Smith (@jadapinkettsmith) Dansheimurinn sleginn „Ég er innilega orðlaus í dag. tWitch var góðhjartaðasta, hlýjasta og besta sál sem ég hef nokkurn tíman hitt í þessum bransa. Hann lyfti öllum í kringum sig upp. Hann hafði fyrir því að tékka á mér og fjölskyldunni minni, af því að þannig var hann, innilega falleg sál sem lét sig aðra varða,“ skrifaði dansarinn og leikkonan Jenna Dewan sem sló í gegn í dansmyndinni Step Up. Jenna var góð vinkona tWitch í gegnum skemmtanabransann í Hollywood. Þau höfðu bæði verið dómarar í þáttunum So You Think You Can Dance. Þá átti Jenna sinn þátt í því þegar tWitch landaði hlutverki í kvikmyndinni Magic Mike XXL. View this post on Instagram A post shared by Jenna Dewan (@jennadewan) „Við sjáumst aftur, vinur minn“ Leikarinn og dansarinn Channing Tatum, fyrrverandi eiginmaður Jennu Dewan, var einnig náinn tWitch, en þeir léku saman í Magic Mike XXL árið 2015. „Ég á engin orð, það eru ekki til nein orð. Hvorki höfuð mitt né hjarta ná utan um þetta. Þetta er bara svo mikið... ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég elska þig. Við sjáumst aftur, vinur minn. Þangað til næst,“ skrifaði Tatum á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Channing Tatum (@channingtatum) Kynntist konunni í So You Think You Can Dance Þá minntust aðstandendur So You Think You Can Dance þáttanna samstarfsfélaga síns og vinar í færslu á Instagram. Það var einmitt í þeim þáttum sem tWitch kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hann hafði reynt fyrir sér í þáttunum árið 2007 en komst ekki í beinar útsendingar í það skiptið. Ári síðar tók hann þátt aftur og lenti þá í öðru sæti. Þátturinn skipaði líka sérstakan sess í lífi dansarans þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Allison Holker, í gegnum þættina. View this post on Instagram A post shared by So You Think You Can Dance (@danceonfox) „Munum halda áfram að finna fyrir hans jákvæðu áhrifum“ Allison Holker, eiginkona tWitch, sendi frá sér yfirlýsingu í tímaritinu People í gær. „Að segja að hann skilji eftir sig arfleið er vægt til orða tekið. Við munum halda áfram að finna fyrir hans jákvæðu áhrifum,“ skrifaði Allison um leið og hún bað um frið á þessum erfiðu tímum. Allison og tWitch eiga saman þrjú börn, þriggja, sex og fjórtán ára. tWitch og Allison höfðu bæði verið keppendur í So You Think You Can Dance en þó ekki í sömu þáttaröð. Þau kynntust svo í sérstökum stjörnuþætti af þáttunum árið 2010. Þau giftu sig árið 2013 og héldu upp á níu ára brúðkaupsafmæli sitt deginum áður en tWitch féll frá. View this post on Instagram A post shared by Allison Holker (@allisonholker) Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bíó og sjónvarp Dans Hollywood Tengdar fréttir Dansarinn tWitch er látinn Dansarinn og plötusnúðurinn Stephen „tWitch“ Boss er látinn 40 ára að aldri. 14. desember 2022 15:09 Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. 12. maí 2021 14:57 Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. 8. nóvember 2022 16:02 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
tWitch, sem heitir réttu nafni Stephen Boss, var dýrkaður og dáður af félögum sínum í Hollywood og af aðdáendum um allan heim. Hann varð þekktur fyrir að lenda í öðru sæti danskeppninnar So You Think You Can Dance. Árið 2014 hóf hann störf sem plötusnúður og framleiðandi fyrir The Ellen DeGeneres Show með Ellen DeGeneres. „Hjarta mitt er brotið“ Ellen og tWitch voru nánir vinir og er hún ein þeirra sem hefur minnst hans á samfélagsmiðlum. „Hjarta mitt er brotið. tWitch var hrein ást og ljós. Hann var fjölskylda mín og ég elskaði hann af öllu mínu hjarta,“ skrifaði sjónvarpskonan Ellen. Ellen starfaði með tWitch í átta ár eða allt þar til The Ellen Generes Show hætti göngu sinni síðasta vor. View this post on Instagram A post shared by Ellen DeGeneres (@theellenshow) Falleg sál og sannkallaður ljósgeisli Söng- og leikkonan Jennifer Lopez minntist tWitch á Instagram. Sagði hún tWitch hafa verið fallega sál og sannkallaðan ljósgeisla. Þá sendi hún samúðarkveðjur til eiginkonu hans og barna. J.Lo og tWitch höfðu unnið saman að dansþáttunum World of Dance. J.Lo var framleiðandi og dómari í þáttunum og tWitch kom reglulega fram í þáttunum, ýmist sem liðstjóri eða gestadómari. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Þjáður á bakvið luktar dyr Tónlistarmaðurinn Justin Timerberlake hafði þekkt tWitch í yfir tuttugu ár. „Það er svo sárt að heyra að einhver sem færði öllum svo mikla gleði, hafi verið svona þjáður á bakvið luktar dyr,“ skrifaði tónlistarmaðurinn og minnti á að við vitum aldrei hvað fólk er í raun að ganga í gegnum. Minnist manneskju sem geislaði af góðmennsku Fyrrverandi forsetafrúin Michelle Obama birti falleg minningarorð á Instagram síðu sinni. Hún kynntist tWitch í heimsóknum sínum í The Ellen DeGeneres Show og í gegnum verkefni sitt Let's Move. „Stephen var ótrúlegt afl - manneskja sem geislaði af góðmennsku og jákvæðni og hann sá til þess að allir í kringum hann finndu fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by Michelle Obama (@michelleobama) Stærsta fyrirmynd og besti vinur Dansarinn og samfélagsmiðlastjarnan JoJo Siwa hafði unnið með tWitch í þáttunum So You Think You Can Dance og voru þau að hennar sögn bestu vinir. „tWitch var besti vinur og lærifaðir, ekki bara minn, heldur SVO margra. Ég mun aldrei gleyma því hvernig það var að vinna með honum í SYTCD. Hann kom með svo mikið ljós inn í líf mitt. Hann er manneskja sem ég hafði litið upp til síðan ég fæddist og varð síðan minn besti vinur.“ View this post on Instagram A post shared by JoJo Siwa (@itsjojosiwa) „Margir þjást í hljóði“ Þá skrifaði leikkonan og þáttastjórnandinn Jada Pinkett Smith undir mynd á Instagram að hún hefði vaknað við þær hræðilegu fréttir að tWitch væri farinn. Hún hafði meðal annars unnið með dansaranum við gerð myndarinnar Magic Mike. „Hann var svo ljúfur, góður og örlátur. Það eru svo margir sem þjást í hljóði. Ég vildi óska þess að hann hefði vitað að hann þurfti ekki að gera það,“ skrifaði hún með brotið hjarta. View this post on Instagram A post shared by Jada Pinkett Smith (@jadapinkettsmith) Dansheimurinn sleginn „Ég er innilega orðlaus í dag. tWitch var góðhjartaðasta, hlýjasta og besta sál sem ég hef nokkurn tíman hitt í þessum bransa. Hann lyfti öllum í kringum sig upp. Hann hafði fyrir því að tékka á mér og fjölskyldunni minni, af því að þannig var hann, innilega falleg sál sem lét sig aðra varða,“ skrifaði dansarinn og leikkonan Jenna Dewan sem sló í gegn í dansmyndinni Step Up. Jenna var góð vinkona tWitch í gegnum skemmtanabransann í Hollywood. Þau höfðu bæði verið dómarar í þáttunum So You Think You Can Dance. Þá átti Jenna sinn þátt í því þegar tWitch landaði hlutverki í kvikmyndinni Magic Mike XXL. View this post on Instagram A post shared by Jenna Dewan (@jennadewan) „Við sjáumst aftur, vinur minn“ Leikarinn og dansarinn Channing Tatum, fyrrverandi eiginmaður Jennu Dewan, var einnig náinn tWitch, en þeir léku saman í Magic Mike XXL árið 2015. „Ég á engin orð, það eru ekki til nein orð. Hvorki höfuð mitt né hjarta ná utan um þetta. Þetta er bara svo mikið... ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég elska þig. Við sjáumst aftur, vinur minn. Þangað til næst,“ skrifaði Tatum á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Channing Tatum (@channingtatum) Kynntist konunni í So You Think You Can Dance Þá minntust aðstandendur So You Think You Can Dance þáttanna samstarfsfélaga síns og vinar í færslu á Instagram. Það var einmitt í þeim þáttum sem tWitch kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hann hafði reynt fyrir sér í þáttunum árið 2007 en komst ekki í beinar útsendingar í það skiptið. Ári síðar tók hann þátt aftur og lenti þá í öðru sæti. Þátturinn skipaði líka sérstakan sess í lífi dansarans þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Allison Holker, í gegnum þættina. View this post on Instagram A post shared by So You Think You Can Dance (@danceonfox) „Munum halda áfram að finna fyrir hans jákvæðu áhrifum“ Allison Holker, eiginkona tWitch, sendi frá sér yfirlýsingu í tímaritinu People í gær. „Að segja að hann skilji eftir sig arfleið er vægt til orða tekið. Við munum halda áfram að finna fyrir hans jákvæðu áhrifum,“ skrifaði Allison um leið og hún bað um frið á þessum erfiðu tímum. Allison og tWitch eiga saman þrjú börn, þriggja, sex og fjórtán ára. tWitch og Allison höfðu bæði verið keppendur í So You Think You Can Dance en þó ekki í sömu þáttaröð. Þau kynntust svo í sérstökum stjörnuþætti af þáttunum árið 2010. Þau giftu sig árið 2013 og héldu upp á níu ára brúðkaupsafmæli sitt deginum áður en tWitch féll frá. View this post on Instagram A post shared by Allison Holker (@allisonholker) Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bíó og sjónvarp Dans Hollywood Tengdar fréttir Dansarinn tWitch er látinn Dansarinn og plötusnúðurinn Stephen „tWitch“ Boss er látinn 40 ára að aldri. 14. desember 2022 15:09 Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. 12. maí 2021 14:57 Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. 8. nóvember 2022 16:02 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Dansarinn tWitch er látinn Dansarinn og plötusnúðurinn Stephen „tWitch“ Boss er látinn 40 ára að aldri. 14. desember 2022 15:09
Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. 12. maí 2021 14:57
Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. 8. nóvember 2022 16:02