„Þú átt meiri pening en þú heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2022 10:30 Hrefna gefur út bókina Viltu finna milljón. Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira