Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 20:28 Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00