Umfjöllun og myndir: Valur - Ystad 29-32 | Arnór Snær stórkostlegur í naumu tapi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2022 21:25 Varnarmenn Ystad réðu minna en ekkert við Arnór Snæ Óskarsson sem skoraði þrettán mörk. vísir/hulda margrét Valur tapaði fyrir Ystad, 29-32, þegar Svíþjóðarmeistararnir komu í heimsókn í 6. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en slæm byrjun á seinni hálfleik varð Valsmönnum að falli. Þótt Íslands- og bikarmeistararnir hafi tapað leiknum kom maður leiksins úr þeirra röðum. Arnór Snær Óskarsson var stórkostlegur í kvöld og ef síminn hjá umboðsmanni hans er ekki rauðglóandi eftir frammistöðuna er eitthvað mikið að. Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum og var með allan sóknarleik Vals á herðunum. Róbert Aron Hostert og Magnús Óli Magnússon voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Valsmenn voru því ansi fáliðaðir fyrir utan. Arnór tók á sig enn meiri ábyrgð og stóð undir henni og gott betur. Bróðir hans, Benedikt Gunnar, átti erfitt uppdráttar og Aron Dagur Pálsson hefði þurft að skila meiru. Þá fóru Þorgils Jón Svölu Baldursson og Finnur Ingi Stefánsson óvenju illa með færin sín. Tryggvi Garðar Jónsson kom með nýtt blóð inn í leik Vals þegar staðan var orðin erfið.vísir/hulda margrét Tryggvi Garðar Jónsson fékk hins vegar langþráð tækifæri og varð að manni í kvöld. Hann reyndi mikið, var óhræddur og endaði með fimm mörk. Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur. Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik og varði sautján skot (35 prósent). Öldungurinn Kim Andersson skoraði sjö mörk fyrir Ystad og Jonathan Svensson fimm. Þá reyndist miðjumaðurinn Julius Lindskog Andersson Val erfiður. Niklas Kraft var góður í marki Svíanna og varði tuttugu skot (42 prósent). Fyrri hálfleikurinn var sýning Arnórs. Hann fór hamförum, tætti vörn Ystad í sig hvað eftir annað og eftir fyrstu þrjátíu mínútur leiksins var hann kominn með sjö mörk og búinn að fiska þrjú víti. Stiven Tobar Valencia skorar eitt fjögurra marka sinna.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikur var annars mjög jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stiven kom Val í 14-12 og þeir gátu komist þremur mörkum yfir. En skot Agnars Smára Jónssonar geigaði og í kjölfarið skoraði Ystad þrjú mörk í röð og náði forystunni, 14-15. Svíarnir voru svo yfir í hálfleik, 15-16, eftir flautumark Anderssons. Byrjunin á seinni hálfleik reyndist Val dýr. Arnór jafnaði í 18-18 en í kjölfarið kom afleitur kafli hjá heimamönnum. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og komumst í góða stöðu, 18-23. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tjörvi Týr Gíslason frekar ódýrt rautt spjald á þessum kafla. Valur hefur nú leikið fjóra leiki í röð án sigurs í Evrópudeildinni.vísir/hulda margrét Valsmenn gáfust samt ekki upp, Tryggvi kom sterkur inn og þeir skoruðu sex af næstu átta mörkum leiksins og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Nær komst Valur hins vegar ekki þrátt fyrir góða viðleitni og baráttu. Arnór hélt áfram að raða inn mörkum og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. En Ystad skoraði næstu tvö mörk og þá var björninn unninn. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Tjörvi Týr Gíslason fékk rautt spjald á 40. mínútu.vísir/hulda margrét Valsmenn gerðu margt vel og fengu einstaka frammistöðu frá Arnóri. En hann vantaði meiri hjálp og skotnýting Vals var slök, eða 54 prósent. Þá skoraði Valur aðeins sex mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum sem var frekar hægur. Ljóst er að andstæðingar Vals ætla ekki að brenna sig á því sama og Ferencváros gerði í 1. umferðinni og reyna allt sem þeir geta til að hægja á Hlíðarendapiltum. Við því þarf að svör fyrir síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni á nýju ári. Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valur tapaði fyrir Ystad, 29-32, þegar Svíþjóðarmeistararnir komu í heimsókn í 6. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en slæm byrjun á seinni hálfleik varð Valsmönnum að falli. Þótt Íslands- og bikarmeistararnir hafi tapað leiknum kom maður leiksins úr þeirra röðum. Arnór Snær Óskarsson var stórkostlegur í kvöld og ef síminn hjá umboðsmanni hans er ekki rauðglóandi eftir frammistöðuna er eitthvað mikið að. Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum og var með allan sóknarleik Vals á herðunum. Róbert Aron Hostert og Magnús Óli Magnússon voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Valsmenn voru því ansi fáliðaðir fyrir utan. Arnór tók á sig enn meiri ábyrgð og stóð undir henni og gott betur. Bróðir hans, Benedikt Gunnar, átti erfitt uppdráttar og Aron Dagur Pálsson hefði þurft að skila meiru. Þá fóru Þorgils Jón Svölu Baldursson og Finnur Ingi Stefánsson óvenju illa með færin sín. Tryggvi Garðar Jónsson kom með nýtt blóð inn í leik Vals þegar staðan var orðin erfið.vísir/hulda margrét Tryggvi Garðar Jónsson fékk hins vegar langþráð tækifæri og varð að manni í kvöld. Hann reyndi mikið, var óhræddur og endaði með fimm mörk. Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur. Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik og varði sautján skot (35 prósent). Öldungurinn Kim Andersson skoraði sjö mörk fyrir Ystad og Jonathan Svensson fimm. Þá reyndist miðjumaðurinn Julius Lindskog Andersson Val erfiður. Niklas Kraft var góður í marki Svíanna og varði tuttugu skot (42 prósent). Fyrri hálfleikurinn var sýning Arnórs. Hann fór hamförum, tætti vörn Ystad í sig hvað eftir annað og eftir fyrstu þrjátíu mínútur leiksins var hann kominn með sjö mörk og búinn að fiska þrjú víti. Stiven Tobar Valencia skorar eitt fjögurra marka sinna.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikur var annars mjög jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stiven kom Val í 14-12 og þeir gátu komist þremur mörkum yfir. En skot Agnars Smára Jónssonar geigaði og í kjölfarið skoraði Ystad þrjú mörk í röð og náði forystunni, 14-15. Svíarnir voru svo yfir í hálfleik, 15-16, eftir flautumark Anderssons. Byrjunin á seinni hálfleik reyndist Val dýr. Arnór jafnaði í 18-18 en í kjölfarið kom afleitur kafli hjá heimamönnum. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og komumst í góða stöðu, 18-23. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tjörvi Týr Gíslason frekar ódýrt rautt spjald á þessum kafla. Valur hefur nú leikið fjóra leiki í röð án sigurs í Evrópudeildinni.vísir/hulda margrét Valsmenn gáfust samt ekki upp, Tryggvi kom sterkur inn og þeir skoruðu sex af næstu átta mörkum leiksins og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Nær komst Valur hins vegar ekki þrátt fyrir góða viðleitni og baráttu. Arnór hélt áfram að raða inn mörkum og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. En Ystad skoraði næstu tvö mörk og þá var björninn unninn. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Tjörvi Týr Gíslason fékk rautt spjald á 40. mínútu.vísir/hulda margrét Valsmenn gerðu margt vel og fengu einstaka frammistöðu frá Arnóri. En hann vantaði meiri hjálp og skotnýting Vals var slök, eða 54 prósent. Þá skoraði Valur aðeins sex mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum sem var frekar hægur. Ljóst er að andstæðingar Vals ætla ekki að brenna sig á því sama og Ferencváros gerði í 1. umferðinni og reyna allt sem þeir geta til að hægja á Hlíðarendapiltum. Við því þarf að svör fyrir síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni á nýju ári.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti