Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 10:31 Benedikt Gunnar og Þorgils Jón eru afar spenntir að mæta Kim Andersson í kvöld. Hér berjast þeir við Simon Hald og Teit Örn Einarsson í leik við Flensburg fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska. Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30