Ákærði er rúmlega sextugur karlmaður. Grunur kviknaði hjá stjórnendum Skálatúns, sem er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, og var starfsmaðurinn sendur heim.
Þórey I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, tjáði Vísi í október 2020 að málið væri til skoðunar innanhúss. Það hefði ekki verið tilkynnt til lögreglu. Sú varð þó raunin og er málið komið til kasta dómstólanna.
Bókarinn dró sér 53 sinnum fé með því að millifæra af bankareikningi Skálatúns inn á persónulegan bankareikning. Millifærslurnar voru iðullega í kringum mánaðamót og skýringin sögð greiðsla í lífeyrissjóð.
Hæsta einstaka millifærslan var upp á 350 þúsund krónur.