Tíminn og hafið Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 12. desember 2022 16:31 Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun