Ferð geimfarsins er hluti af Artemis-áætluninni og var Orion skotið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og kom á áfangastað þann 21. Á meðan á ferðalagi Orion stóð um geiminn flaug farið um tvær milljónir kílómetra. Hylki farsins er sagt hafa farið lengra en nokkuð annað geimfar sem hannað er fyrir mannaðar geimferðir.
Geimskotið sjálft snerist að undirbúningi þess að koma mönnum aftur á tunglið til þess að megi koma þar upp bækistöð og með henni komast lengra út í sólkerfið. Til tunglsins bar Orion með sér smágervihnetti sem átti að nota til þess að rannsaka yfirborð tunglsins fyrir næstu mönnuðu ferðir út í geim.

CNN greinir frá því að lending geimfarsins á jörðu niðri hafi gengið vel en það sé oft einn erfiðasti áfangi ferðalagsins fyrir stjórnendur geimskota.
Í kjölfar lendingarinnar er geimfarið látið fljóta í Kyrrahafi á meðan gögnum frá farinu er safnað. Gögnin um áhrif ferðarinnar á skipið og þær kannanir sem gerðar voru á tunglinu munu svo nýtast NASA þegar næsta mannaða geimfarið fer til tunglsins.
Þriðja Artemis-áætlunin er sögð eiga að framkvæma geimskot árið 2025. Geimfarinu sem verði skotið til tunglsins í það skiptið verði mannað og yrði það í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem menn stíga skref á tunglinu.
