Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2022 21:57 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Bogi Theodór greindi frá því í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann þurfti að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Hann sagðist vona að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Frásögnin hefur vakið mikla athygli. Fréttastofu hefur reynt að ná tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims hf, í dag en án árangurs. Á tíunda tímanum í kvöld barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims. Þar segir: „Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.“ Bogi Theodór og Þórhildur sögðu í samtali við fréttastofu í dag að þau hefðu engin viðbrögð fengið frá Brimi. Brim er stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphölina. Félagið hagnaðist um um ellefu milljarða í fyrra. Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins. Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Tengdar fréttir „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29 „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
Bogi Theodór greindi frá því í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann þurfti að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Hann sagðist vona að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Frásögnin hefur vakið mikla athygli. Fréttastofu hefur reynt að ná tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims hf, í dag en án árangurs. Á tíunda tímanum í kvöld barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims. Þar segir: „Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.“ Bogi Theodór og Þórhildur sögðu í samtali við fréttastofu í dag að þau hefðu engin viðbrögð fengið frá Brimi. Brim er stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphölina. Félagið hagnaðist um um ellefu milljarða í fyrra. Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.
Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.
Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Tengdar fréttir „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29 „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00