Innlent

Með hnífa að hóta dyra­vörðum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mennirnir voru vopnaðir hnífum og bereflum. 
Mennirnir voru vopnaðir hnífum og bereflum.  Vísir/Kolbeinn Tumi

Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa haft í hótunum við dyraverði. Mennirnir voru vopnaðir hnífum og bareflum og vistaðir í fangageymslu lögreglu. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögregla hafði eftirlit með skemmtistöðum í miðbænum og eiga forráðamenn eins staðar von á kæru frá lögreglu. Dyraverðir staðarins voru án réttinda og þá voru aðilar undir aldri inni á staðnum. Tvö ungmenni verða kærð fyrir að framvísa skilríkjum sem ekki voru í þeirra eigu. 

Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum í gær og í nótt. Þá var einn bílstjóri stöðvaður með fullan bíl af fólki og reyndist vera með tvo farþega aukalega ofan á það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×