„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:30 Sér einhver muninn? Vísir/E-Online Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. „Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum