Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 17:05 Jóhann Páll sagði að samkvæmt sínum heimildum þá standi engar viðræður yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir ÍL-sjóðs. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum. „Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta rangt. Það standa engar viðræður yfir enda telja stjórnir lífeyrissjóðanna sér ekki heimilt að semja um skerðingu á eignum sjóðfélaga, þó það nú væri,“ sagði Jóhann Páll. Þingmaðurinn benti á að nú liggi fyrir lögfræðiálit frá Róberti Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem fram komi að tillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að setja ÍL-sjóð í þrot með lagasetningu feli í sér eignarnám, næði hún fram að ganga. Slík lagasetning myndi baka ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendunum, meðal annars lífeyrissjóðum og almannaheillasamtökum. Kröfur samkvæmt skuldabréfaflokkunum og skilmálum þeirra teljist að fullu eign í skilningi stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu og viðauka við hann, þar með talið höfuðstóllinn, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir út lánstímann. „Ég verð að viðurkenna, virðulegi forseti, að ég hef enga trú á því að hæstv. fjármálaráðherra muni standa við stóru orðin og leggja fram frumvarpið sem hann boðaði. Jóhann Páll segir Bjarna alveg úti í skurði með sinn málflutning varðandi ÍL-sjóð og honum væri sæmst að viðurkenna það sem blastir við í þeim efnum.vísir/vilhelm Hann er algjörlega kominn út í skurð í þessu máli og í staðinn fyrir að þráast við ætti hann kannski bara að viðurkenna það og gangast við því að þessi sérkennilegi blaðamannafundur sem hann hélt hérna í haust, þar sem hann hótaði lagasetningu og þóttist geta stillt lífeyrissjóðum upp við vegg og hlaupist undan ríkistryggðum skuldbindingum, var frumhlaup,“ segir Jóhann Páll. Og það sem verra er, að mati þingmannsins, þá hafi Bjarni með þessu valdið verulegu tjóni. „Þetta voru kúrekastælar, alvarlegt frumhlaup sem hafði strax áhrif á virði bréfanna. Á meðan hæstvirtur ráðherra viðheldur þessari óvissu í staðinn fyrir að gangast við því að hann hafi rangt fyrir sér þá verður virði þessara eignaflokka í óvissu, þá er virði bréfanna haldið niðri að ósekju og þannig er hæstvirtur ráðherra bæði að skaða trúverðugleika ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa og í raun að skaða hagsmuni lífeyrissjóðanna og sjóðfélaga þeirra.“ Alþingi ÍL-sjóður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Samkvæmt mínum upplýsingum er þetta rangt. Það standa engar viðræður yfir enda telja stjórnir lífeyrissjóðanna sér ekki heimilt að semja um skerðingu á eignum sjóðfélaga, þó það nú væri,“ sagði Jóhann Páll. Þingmaðurinn benti á að nú liggi fyrir lögfræðiálit frá Róberti Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem fram komi að tillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að setja ÍL-sjóð í þrot með lagasetningu feli í sér eignarnám, næði hún fram að ganga. Slík lagasetning myndi baka ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendunum, meðal annars lífeyrissjóðum og almannaheillasamtökum. Kröfur samkvæmt skuldabréfaflokkunum og skilmálum þeirra teljist að fullu eign í skilningi stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu og viðauka við hann, þar með talið höfuðstóllinn, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir út lánstímann. „Ég verð að viðurkenna, virðulegi forseti, að ég hef enga trú á því að hæstv. fjármálaráðherra muni standa við stóru orðin og leggja fram frumvarpið sem hann boðaði. Jóhann Páll segir Bjarna alveg úti í skurði með sinn málflutning varðandi ÍL-sjóð og honum væri sæmst að viðurkenna það sem blastir við í þeim efnum.vísir/vilhelm Hann er algjörlega kominn út í skurð í þessu máli og í staðinn fyrir að þráast við ætti hann kannski bara að viðurkenna það og gangast við því að þessi sérkennilegi blaðamannafundur sem hann hélt hérna í haust, þar sem hann hótaði lagasetningu og þóttist geta stillt lífeyrissjóðum upp við vegg og hlaupist undan ríkistryggðum skuldbindingum, var frumhlaup,“ segir Jóhann Páll. Og það sem verra er, að mati þingmannsins, þá hafi Bjarni með þessu valdið verulegu tjóni. „Þetta voru kúrekastælar, alvarlegt frumhlaup sem hafði strax áhrif á virði bréfanna. Á meðan hæstvirtur ráðherra viðheldur þessari óvissu í staðinn fyrir að gangast við því að hann hafi rangt fyrir sér þá verður virði þessara eignaflokka í óvissu, þá er virði bréfanna haldið niðri að ósekju og þannig er hæstvirtur ráðherra bæði að skaða trúverðugleika ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa og í raun að skaða hagsmuni lífeyrissjóðanna og sjóðfélaga þeirra.“
Alþingi ÍL-sjóður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50 Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. 23. nóvember 2022 16:50
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49
Bein útsending: Bjarni ræðir stöðu og framtíð ÍL-sjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar um stöðu ÍL-sjóðs og næstu skref í tengslum við hann. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan. 20. október 2022 15:01