„Sölumaður dauðans“ á erfitt með að lýsa tilfinningum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2022 22:16 Rússar slepptu Brittney Griner úr fangelsi í skiptum fyrir vopnasalann Viktor Bout. EPA/YURI KOCHETKOV/STRINGER Hinn alræmdi vopnasali Viktor Bout segir erfitt að lýsa tilfinningum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í gær. Bout, sem gengið hefur undir nafninu „Vopnasali dauðans, var sleppt í skiptum fyrir bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner. Bout var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Með vopnasölu sinni er Bout talinn hafa kynnt undir átök og haldið þeim gangandi í Afríku og víðar. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RT, þar sem Bout er titlaður sem „rússneskur viðskiptamaður“ þakkaði Bout fyrir þann stuðning sem hann fékk frá Rússlandi. Hér má sjá myndefni af því þegar Bout kom til Rússlands, þar sem fjölskyldumeðlimir hans tóku á móti honum. . . 15 . - pic.twitter.com/SJS3A8Jz64— (@rianru) December 9, 2022 Viðtalið tók María Bútína, sem dæmd var til átján mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum árið 2019. Hún var dæmd sek um samsæri og fyrir að starfa sem útsendari annars ríkis í Bandaríkjunum. Hún játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna í Bandaríkjunum fyrir rússneskan áhrifamann. Þá var Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Sjá einnig: Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Bútína spurði Bout hvort hann teldi sig hafa verið fórnarlamb „Rússahaturs“ sagðist hann ekki hafa orðið fyrir fordómum í fangelsi í Bandaríkjunum. Ef eitthvað hefðu samfangar hans verið forvitnir um Rússland. Myndband af fangaskiptunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær má sjá hér að neðan. Myndbandið var birt af ríkismiðlum Rússlands. #Griner #Bout swap pic.twitter.com/6UFjIn51G4— Maxim A. Suchkov (@m_suchkov) December 8, 2022 Samþykkti að selja „uppreisnarmönnum“ vopn Bout var handtekinn þegar bandarískir útsendarar sem þóttust vera kólumbískir uppreisnarmenn plötuðu hann til að samþykkja að selja þeim vopn sem þeir sögðu að yrðu notuð til að myrða Bandaríkjamenn Griner var handtekin viku fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem pólitískur gísl Rússlands, eins og segir í frétt CNN. Rússar hafa varið miklu púðri á undanförnum árum í að ná Bout úr fangelsi. Sérfræðingum hefur þó reynst erfitt að skilja af hverju ráðamenn í Rússlandi hafa haft svona mikinn áhuga á Bout. Í umfjöllun CNN segir að Bout hafi neitað flestum þeim ásökunum sem á hann voru bornar. Hann hafi haldið því fram að hann væri saklaus og óheppinn flugmaður og kaupsýslumaður. Sérfræðingar og rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa þó sakað hann um að koma að fjölmörgum átökum í heiminum og jafnvel um að selja vopn til al-Qaeda. Bout starfaði sem þýðandi í sovéska hernum og þá meðal annars í Angóla en er grunaður um að hafa einnig unnið fyrir leyniþjónustur Rússlands og aðstoðað ríkið við að selja vopn með því markmiði að ná fram pólitískum markmiðum yfirvalda í Moskvu. Hann er einnig sagður hafa starfað með mönnum sem eru nú nánir bandamenn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu hann meðal annars um að selja vopn til uppreisnarmanna í Angóla, til stríðsherrans Charles Taylor í Líberíu og selja vopn vegna blóðugrar borgarastyrjaldar í Síerra Leóne. 60 mínútur fjölluðu ítarlega um Bout og feril hans á árum áður. Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að ljóst sé að Bout sé nátengdur yfirvöldum í Kreml og sömuleiðis GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Hann hefði aldrei getað átt í svo umfangsmiklum viðskiptum án aðstoðar og verndar yfirvalda. Þrátt fyrir að hafa setið um árabil í fangelsi í Bandaríkjunum er Bout sagður hafa neitað öllum boðum um greiða í skiptum fyrir upplýsingar. Með því að frelsa Bout eru Rússar sagðir vera að senda skilaboð til annarra útsendara um að þeir muni ekki gleymast. Neituðu að frelsa Whelan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að hann væri opinn fyrir frekari fangaskiptum við Bandaríkin. Ríkisstjórn Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, stendur þó frammi fyrir umtalsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki einnig samið um frelsun Pauls Whelans, sem setið hefur í fangelsi í Rússlandi í nokkur ár. Whelan var handtekinn árið 2018 þegar hann fór í brúðkaup vinar síns í Moskvu. Hann ferðaðist reglulega til Rússlands en Rússar sökuðu hann um og dæmdu fyrir njósnir. Bandaríkjamenn þvertaka fyrir að Whelan hafi stundað njósnir í Rússlandi en hann var áður landgönguliði en var rekinn þaðan árið 2008 vegna ásakana um þjófnað og önnur brot. Auk þessa að vera með bandarískan ríkisborgararétt er Whelan með kanadískan ríkisborgarétt, þar sem hann fæddist í Ottawa, en foreldrar hans eru frá Bretlandi og Írlandi og er hann einnig ríkisborgari þeirra landa. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Biden-liðar segja frelsun Whelans þó ekki hafa staðið til boða. Rússar hafi gert það ljóst að eini samningurinn sem væri á borðinu væri sá að Griner yrði sleppt úr haldi í skiptum fyrir Bout. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að taka eina tilboðinu sem var í boði. „Við höfðum ekki val um það hvorn Bandaríkjamanninn við ættum að flytja heim,“ sagði Karine Jean-Pierra, talskona Bidens, í gær. „Valið stóð á milli þess að flytja einn Bandaríkjamann heim eða engan.“ Biden sagði þó í gær að ekki væri búið að gleyma Whelan. Rússar kæmu einhverra hluta vegna fram við mál hans allt öðruvísi en mál Griner en Bandaríkjamenn myndu ekki gefast upp. Paul Whelan var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir.EPA/YURI KOCHETKOV Sagðist vonsvikinn Í samtali við CNN í gær sagðist Whelan hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ekki gert meira til að reyna að frelsa hann úr fangelsi í Rússlandi. „Ég var handtekinn fyrir glæp sem átti sér aldrei stað. Ég skil ekki af hverju ég er enn hérna,“ sagði hann þegar fréttakona náði tali af honum í síma í fanganýlendu í Rússlandi. Hann sagði að sér hefði verið sagt að viðræður um frelsun hans hefðu farið fram og jákvæð teikn væru á lofti. Þá sagðist hann hissa á því að hafa verið skilinn eftir. Whelan sagðist vona að Biden og ríkisstjórn hans myndu gera hvað þau gætu til að frelsa hann. Hann væri búinn að pakka niður og þyrfti bara flugvél. Biden ræddi við Elizabeth Whelan, systur Pauls, í gær. Hún sagði í kjölfarið að það hefði verið góð ákvörðun að frelsa Griner og að hún vildi ekki að það að bróðir hennar væri enn í Rússlandi skyggði á það. Hún sagðist telja að Rússarnir hefðu notað tækifærið til að koma höggi á Biden og neita honum um sigur með því að frelsa bara Griner. Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi. 9. desember 2022 14:47 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bout var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Með vopnasölu sinni er Bout talinn hafa kynnt undir átök og haldið þeim gangandi í Afríku og víðar. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RT, þar sem Bout er titlaður sem „rússneskur viðskiptamaður“ þakkaði Bout fyrir þann stuðning sem hann fékk frá Rússlandi. Hér má sjá myndefni af því þegar Bout kom til Rússlands, þar sem fjölskyldumeðlimir hans tóku á móti honum. . . 15 . - pic.twitter.com/SJS3A8Jz64— (@rianru) December 9, 2022 Viðtalið tók María Bútína, sem dæmd var til átján mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum árið 2019. Hún var dæmd sek um samsæri og fyrir að starfa sem útsendari annars ríkis í Bandaríkjunum. Hún játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna í Bandaríkjunum fyrir rússneskan áhrifamann. Þá var Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Sjá einnig: Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Bútína spurði Bout hvort hann teldi sig hafa verið fórnarlamb „Rússahaturs“ sagðist hann ekki hafa orðið fyrir fordómum í fangelsi í Bandaríkjunum. Ef eitthvað hefðu samfangar hans verið forvitnir um Rússland. Myndband af fangaskiptunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær má sjá hér að neðan. Myndbandið var birt af ríkismiðlum Rússlands. #Griner #Bout swap pic.twitter.com/6UFjIn51G4— Maxim A. Suchkov (@m_suchkov) December 8, 2022 Samþykkti að selja „uppreisnarmönnum“ vopn Bout var handtekinn þegar bandarískir útsendarar sem þóttust vera kólumbískir uppreisnarmenn plötuðu hann til að samþykkja að selja þeim vopn sem þeir sögðu að yrðu notuð til að myrða Bandaríkjamenn Griner var handtekin viku fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem pólitískur gísl Rússlands, eins og segir í frétt CNN. Rússar hafa varið miklu púðri á undanförnum árum í að ná Bout úr fangelsi. Sérfræðingum hefur þó reynst erfitt að skilja af hverju ráðamenn í Rússlandi hafa haft svona mikinn áhuga á Bout. Í umfjöllun CNN segir að Bout hafi neitað flestum þeim ásökunum sem á hann voru bornar. Hann hafi haldið því fram að hann væri saklaus og óheppinn flugmaður og kaupsýslumaður. Sérfræðingar og rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa þó sakað hann um að koma að fjölmörgum átökum í heiminum og jafnvel um að selja vopn til al-Qaeda. Bout starfaði sem þýðandi í sovéska hernum og þá meðal annars í Angóla en er grunaður um að hafa einnig unnið fyrir leyniþjónustur Rússlands og aðstoðað ríkið við að selja vopn með því markmiði að ná fram pólitískum markmiðum yfirvalda í Moskvu. Hann er einnig sagður hafa starfað með mönnum sem eru nú nánir bandamenn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu hann meðal annars um að selja vopn til uppreisnarmanna í Angóla, til stríðsherrans Charles Taylor í Líberíu og selja vopn vegna blóðugrar borgarastyrjaldar í Síerra Leóne. 60 mínútur fjölluðu ítarlega um Bout og feril hans á árum áður. Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að ljóst sé að Bout sé nátengdur yfirvöldum í Kreml og sömuleiðis GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Hann hefði aldrei getað átt í svo umfangsmiklum viðskiptum án aðstoðar og verndar yfirvalda. Þrátt fyrir að hafa setið um árabil í fangelsi í Bandaríkjunum er Bout sagður hafa neitað öllum boðum um greiða í skiptum fyrir upplýsingar. Með því að frelsa Bout eru Rússar sagðir vera að senda skilaboð til annarra útsendara um að þeir muni ekki gleymast. Neituðu að frelsa Whelan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að hann væri opinn fyrir frekari fangaskiptum við Bandaríkin. Ríkisstjórn Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, stendur þó frammi fyrir umtalsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki einnig samið um frelsun Pauls Whelans, sem setið hefur í fangelsi í Rússlandi í nokkur ár. Whelan var handtekinn árið 2018 þegar hann fór í brúðkaup vinar síns í Moskvu. Hann ferðaðist reglulega til Rússlands en Rússar sökuðu hann um og dæmdu fyrir njósnir. Bandaríkjamenn þvertaka fyrir að Whelan hafi stundað njósnir í Rússlandi en hann var áður landgönguliði en var rekinn þaðan árið 2008 vegna ásakana um þjófnað og önnur brot. Auk þessa að vera með bandarískan ríkisborgararétt er Whelan með kanadískan ríkisborgarétt, þar sem hann fæddist í Ottawa, en foreldrar hans eru frá Bretlandi og Írlandi og er hann einnig ríkisborgari þeirra landa. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Biden-liðar segja frelsun Whelans þó ekki hafa staðið til boða. Rússar hafi gert það ljóst að eini samningurinn sem væri á borðinu væri sá að Griner yrði sleppt úr haldi í skiptum fyrir Bout. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að taka eina tilboðinu sem var í boði. „Við höfðum ekki val um það hvorn Bandaríkjamanninn við ættum að flytja heim,“ sagði Karine Jean-Pierra, talskona Bidens, í gær. „Valið stóð á milli þess að flytja einn Bandaríkjamann heim eða engan.“ Biden sagði þó í gær að ekki væri búið að gleyma Whelan. Rússar kæmu einhverra hluta vegna fram við mál hans allt öðruvísi en mál Griner en Bandaríkjamenn myndu ekki gefast upp. Paul Whelan var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir.EPA/YURI KOCHETKOV Sagðist vonsvikinn Í samtali við CNN í gær sagðist Whelan hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ekki gert meira til að reyna að frelsa hann úr fangelsi í Rússlandi. „Ég var handtekinn fyrir glæp sem átti sér aldrei stað. Ég skil ekki af hverju ég er enn hérna,“ sagði hann þegar fréttakona náði tali af honum í síma í fanganýlendu í Rússlandi. Hann sagði að sér hefði verið sagt að viðræður um frelsun hans hefðu farið fram og jákvæð teikn væru á lofti. Þá sagðist hann hissa á því að hafa verið skilinn eftir. Whelan sagðist vona að Biden og ríkisstjórn hans myndu gera hvað þau gætu til að frelsa hann. Hann væri búinn að pakka niður og þyrfti bara flugvél. Biden ræddi við Elizabeth Whelan, systur Pauls, í gær. Hún sagði í kjölfarið að það hefði verið góð ákvörðun að frelsa Griner og að hún vildi ekki að það að bróðir hennar væri enn í Rússlandi skyggði á það. Hún sagðist telja að Rússarnir hefðu notað tækifærið til að koma höggi á Biden og neita honum um sigur með því að frelsa bara Griner.
Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi. 9. desember 2022 14:47 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi. 9. desember 2022 14:47