Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 14:53 Sigmundur Einar varar við því að menn dæmi of fljótt í kynferðisbrotamálum, en á honum er að skilja að nákvæmlega það hafi Ásmundur Einar Daðason gert sig sekan um. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“ Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“
Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira