Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 14:53 Sigmundur Einar varar við því að menn dæmi of fljótt í kynferðisbrotamálum, en á honum er að skilja að nákvæmlega það hafi Ásmundur Einar Daðason gert sig sekan um. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“ Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“
Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira