Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2022 22:00 Svona lítur fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðið út. Húsið við Bankastræti yrði þarna þétt upp við fyrir aftan - alltof þétt, að mati FSRE. Argos Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra. Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra.
Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira