Í tilkynningu segir að helstu verkefni Sölva verði að stýra markaðsstarfi félagsins á innlendum og erlendum mörkuðum. Justikal tryggði sér nýlega fjármögnun frá Eyri Vexti til að sækja á erlenda markaði, en félagið hefur þróað stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt.
Sölvi hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og hefur sinnt markaðsmálum fyrir fjölda fyrirtækja, hérlendis og erlendis á síðustu árum. Síðastliðin rúm 4 ár starfaði Sölvi hjá auglýsingastofunni ENNEMM. Áður starfaði hann í Kaupmannahöfn fyrir DigitasLBi Nordics, Evendo og Lessor A/S.
Sölvi lauk MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, þar að auki hefur hann lokið námi í stafrænni markaðssetningu frá Duke Háskólanum í Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni.