Varaforseti Argentínu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 08:31 Cristina Fernandez de Kirchner var forseti Argentínu milli 2007 og 2015. EPA Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi eftir að hún var fundin sek um spillingu. Hin 69 ára Fernández var fundin sek um stjórnsýslubrot með því að hafa milligöngu um að samið hafi verið vin hennar um opinberar framkvæmdir í skiptum fyrir mútugreiðslur til hennar sjálfrar. Áttu brotin sér stað þegar Fernandez gegndi embætti forseta landsins á árunum 2007 til 2015. Málið hefur skekið argentínsku þjóðina. Í frétt BBC segir að ólíklegt þyki að hún muni þurfa að afplána þar sem hún nýtur nokkurrar friðhelgi í krafti embættisins, auk þess að líklegt þykir að framundan sé langt áfrýjunarferli. Dómari bannaði henni jafnframt að gegna opinberum embættum, en hún mun þó áfram gegna embætti varaforseta á meðan málið mun velkjast um í dómskerfinu. Lázaro Báez.EPA Saksóknarar í málinu fóru fram á að varaforsetinn yrði dæmdur í tólf ára fangelsi vegna málsins, þar sem brotin hafi kostað argentíska ríkið um milljarð Bandaríkjadala. Fernández neitaði sök í málinu og segir málið vera runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Viðskiptamaðurinn og umræddur vinur Fernández, Lázaro Báez, var sömuleiðis dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var á síðasta ári dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og voru sjö þeirra fundnir sekir. Þrír voru sýknaðir og var mál eins vísað frá dómi. Argentína Tengdar fréttir Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Hin 69 ára Fernández var fundin sek um stjórnsýslubrot með því að hafa milligöngu um að samið hafi verið vin hennar um opinberar framkvæmdir í skiptum fyrir mútugreiðslur til hennar sjálfrar. Áttu brotin sér stað þegar Fernandez gegndi embætti forseta landsins á árunum 2007 til 2015. Málið hefur skekið argentínsku þjóðina. Í frétt BBC segir að ólíklegt þyki að hún muni þurfa að afplána þar sem hún nýtur nokkurrar friðhelgi í krafti embættisins, auk þess að líklegt þykir að framundan sé langt áfrýjunarferli. Dómari bannaði henni jafnframt að gegna opinberum embættum, en hún mun þó áfram gegna embætti varaforseta á meðan málið mun velkjast um í dómskerfinu. Lázaro Báez.EPA Saksóknarar í málinu fóru fram á að varaforsetinn yrði dæmdur í tólf ára fangelsi vegna málsins, þar sem brotin hafi kostað argentíska ríkið um milljarð Bandaríkjadala. Fernández neitaði sök í málinu og segir málið vera runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga. Viðskiptamaðurinn og umræddur vinur Fernández, Lázaro Báez, var sömuleiðis dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var á síðasta ári dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og voru sjö þeirra fundnir sekir. Þrír voru sýknaðir og var mál eins vísað frá dómi.
Argentína Tengdar fréttir Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. 2. september 2022 07:39