„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 20:16 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. „Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02