„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 20:16 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. „Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
„Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02