Svívirt á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Buckingham-höll Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 14:19 Ngozi Fulani greindi frá óviðeigandi spurningum fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar í síðustu viku. Skjáskot/ ITV Ngozi Fulani segist hafa orðið fyrir holskeflu áreitis og svívirðinga eftir að hún greindi frá óviðeigandi spurningum fyrrverandi hirðdömu Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar. Á sama tíma hafi hún þó fengið mikinn stuðning og fullyrðir að ástin sigri hatrið. Fulani, sem er yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space í Bretlandi, greindi frá atvikinu í síðustu viku þar sem hún sagði Susan Hussey, fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar og guðmóður Vilhjálms Bretaprins, hafa ítrekað spurt um uppruna Fulani. Hussey hafi ekki sætt sig við svör Fulani, sem sagðist vera frá Bretlandi, heldur spurt ítrekað hvaðan hún væri í raun og veru. Í viðtölum við BBC og ITV eftir að málið komst í hámæli sagðist Fulani hafa upplifað spurningar Hussey sem ofbeldi og að um hálfgerða yfirheyrslu væri að ræða. Hussey steig til hliðar eftir atvikið og baðst innilegrar afsökunar á meðan konungsfjölskyldan sagði málið óásættanlegt. Í yfirlýsingu sem Fulani birti í gær sagðist hún hafa orðið fyrir miklu áreiti eftir að hún greindi frá atvikinu.„Síðasta vika hefur verið hrikalega erfið fyrir okkur öll hjá Sistah Space. Teymið mitt, fjölskyldan og ég höfum fundið fyrir gríðarlegum þrýstingi og orðið fyrir skelfilegum svívirðingum á samfélagsmiðlum,“ sagði Fulani. Hún bætti þó við að á sama tíma hafi hún fundið fyrir miklum stuðningi og þakkaði hún fyrir það en það hafi sýnt henni að ástin sigri alltaf hatrið. Þá sé hún tilbúin til að mæta í Buckingham-höll eða aðra staði til að reyna að ná fram breytingum en atvik sem þessi séu því miður allt of algeng. "I have experienced first-hand what happens when a Black woman faces adversity and has to overcome additional barriers when trying to report it"- Ngozi Fulani, of Sistah Space, issues a new statement following the Buckingham Palace incident...& the abuse she's endured. pic.twitter.com/0LpAcHX34Z— Nads White. (@Nadine_Writes) December 5, 2022 Netverjar á öndverðum meiði Málið vakti mikla athygli og vildu ýmsir netverjar meina að atvikið væri enn eitt dæmið um rasisma af hálfu konungsfjölskyldunnar. Aðrir gerðu lítið úr atvikinu og vísuðu til þess að Hussey væri 83 ára. Enn aðrir töldu fráleitt að um rasisma væri að ræða, heldur frekar eðlileg viðbrögð í ljósi útlits Fulani. Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC. Í myndbandi sem hún birti á Instagram í dag sagðist hún þó ekki ætla að láta atvikið hafa áhrif á sig og baráttu sína í framtíðinni. The reality of speaking up about racism. @Sistah_Space founder Ngozi Fulani has told of the horrific abuse" received online after last week's racist incident at Buckingham Palace.She also sat down with her mother and daughter for an Instagram video reflecting on the experience: pic.twitter.com/vDUHjTfKtL— Omid Scobie (@scobie) December 6, 2022 Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Fulani, sem er yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space í Bretlandi, greindi frá atvikinu í síðustu viku þar sem hún sagði Susan Hussey, fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar og guðmóður Vilhjálms Bretaprins, hafa ítrekað spurt um uppruna Fulani. Hussey hafi ekki sætt sig við svör Fulani, sem sagðist vera frá Bretlandi, heldur spurt ítrekað hvaðan hún væri í raun og veru. Í viðtölum við BBC og ITV eftir að málið komst í hámæli sagðist Fulani hafa upplifað spurningar Hussey sem ofbeldi og að um hálfgerða yfirheyrslu væri að ræða. Hussey steig til hliðar eftir atvikið og baðst innilegrar afsökunar á meðan konungsfjölskyldan sagði málið óásættanlegt. Í yfirlýsingu sem Fulani birti í gær sagðist hún hafa orðið fyrir miklu áreiti eftir að hún greindi frá atvikinu.„Síðasta vika hefur verið hrikalega erfið fyrir okkur öll hjá Sistah Space. Teymið mitt, fjölskyldan og ég höfum fundið fyrir gríðarlegum þrýstingi og orðið fyrir skelfilegum svívirðingum á samfélagsmiðlum,“ sagði Fulani. Hún bætti þó við að á sama tíma hafi hún fundið fyrir miklum stuðningi og þakkaði hún fyrir það en það hafi sýnt henni að ástin sigri alltaf hatrið. Þá sé hún tilbúin til að mæta í Buckingham-höll eða aðra staði til að reyna að ná fram breytingum en atvik sem þessi séu því miður allt of algeng. "I have experienced first-hand what happens when a Black woman faces adversity and has to overcome additional barriers when trying to report it"- Ngozi Fulani, of Sistah Space, issues a new statement following the Buckingham Palace incident...& the abuse she's endured. pic.twitter.com/0LpAcHX34Z— Nads White. (@Nadine_Writes) December 5, 2022 Netverjar á öndverðum meiði Málið vakti mikla athygli og vildu ýmsir netverjar meina að atvikið væri enn eitt dæmið um rasisma af hálfu konungsfjölskyldunnar. Aðrir gerðu lítið úr atvikinu og vísuðu til þess að Hussey væri 83 ára. Enn aðrir töldu fráleitt að um rasisma væri að ræða, heldur frekar eðlileg viðbrögð í ljósi útlits Fulani. Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC. Í myndbandi sem hún birti á Instagram í dag sagðist hún þó ekki ætla að láta atvikið hafa áhrif á sig og baráttu sína í framtíðinni. The reality of speaking up about racism. @Sistah_Space founder Ngozi Fulani has told of the horrific abuse" received online after last week's racist incident at Buckingham Palace.She also sat down with her mother and daughter for an Instagram video reflecting on the experience: pic.twitter.com/vDUHjTfKtL— Omid Scobie (@scobie) December 6, 2022
Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira