Svívirt á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Buckingham-höll Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 14:19 Ngozi Fulani greindi frá óviðeigandi spurningum fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar í síðustu viku. Skjáskot/ ITV Ngozi Fulani segist hafa orðið fyrir holskeflu áreitis og svívirðinga eftir að hún greindi frá óviðeigandi spurningum fyrrverandi hirðdömu Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar. Á sama tíma hafi hún þó fengið mikinn stuðning og fullyrðir að ástin sigri hatrið. Fulani, sem er yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space í Bretlandi, greindi frá atvikinu í síðustu viku þar sem hún sagði Susan Hussey, fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar og guðmóður Vilhjálms Bretaprins, hafa ítrekað spurt um uppruna Fulani. Hussey hafi ekki sætt sig við svör Fulani, sem sagðist vera frá Bretlandi, heldur spurt ítrekað hvaðan hún væri í raun og veru. Í viðtölum við BBC og ITV eftir að málið komst í hámæli sagðist Fulani hafa upplifað spurningar Hussey sem ofbeldi og að um hálfgerða yfirheyrslu væri að ræða. Hussey steig til hliðar eftir atvikið og baðst innilegrar afsökunar á meðan konungsfjölskyldan sagði málið óásættanlegt. Í yfirlýsingu sem Fulani birti í gær sagðist hún hafa orðið fyrir miklu áreiti eftir að hún greindi frá atvikinu.„Síðasta vika hefur verið hrikalega erfið fyrir okkur öll hjá Sistah Space. Teymið mitt, fjölskyldan og ég höfum fundið fyrir gríðarlegum þrýstingi og orðið fyrir skelfilegum svívirðingum á samfélagsmiðlum,“ sagði Fulani. Hún bætti þó við að á sama tíma hafi hún fundið fyrir miklum stuðningi og þakkaði hún fyrir það en það hafi sýnt henni að ástin sigri alltaf hatrið. Þá sé hún tilbúin til að mæta í Buckingham-höll eða aðra staði til að reyna að ná fram breytingum en atvik sem þessi séu því miður allt of algeng. "I have experienced first-hand what happens when a Black woman faces adversity and has to overcome additional barriers when trying to report it"- Ngozi Fulani, of Sistah Space, issues a new statement following the Buckingham Palace incident...& the abuse she's endured. pic.twitter.com/0LpAcHX34Z— Nads White. (@Nadine_Writes) December 5, 2022 Netverjar á öndverðum meiði Málið vakti mikla athygli og vildu ýmsir netverjar meina að atvikið væri enn eitt dæmið um rasisma af hálfu konungsfjölskyldunnar. Aðrir gerðu lítið úr atvikinu og vísuðu til þess að Hussey væri 83 ára. Enn aðrir töldu fráleitt að um rasisma væri að ræða, heldur frekar eðlileg viðbrögð í ljósi útlits Fulani. Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC. Í myndbandi sem hún birti á Instagram í dag sagðist hún þó ekki ætla að láta atvikið hafa áhrif á sig og baráttu sína í framtíðinni. The reality of speaking up about racism. @Sistah_Space founder Ngozi Fulani has told of the horrific abuse" received online after last week's racist incident at Buckingham Palace.She also sat down with her mother and daughter for an Instagram video reflecting on the experience: pic.twitter.com/vDUHjTfKtL— Omid Scobie (@scobie) December 6, 2022 Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Fulani, sem er yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space í Bretlandi, greindi frá atvikinu í síðustu viku þar sem hún sagði Susan Hussey, fyrrverandi hirðdömu drottningarinnar og guðmóður Vilhjálms Bretaprins, hafa ítrekað spurt um uppruna Fulani. Hussey hafi ekki sætt sig við svör Fulani, sem sagðist vera frá Bretlandi, heldur spurt ítrekað hvaðan hún væri í raun og veru. Í viðtölum við BBC og ITV eftir að málið komst í hámæli sagðist Fulani hafa upplifað spurningar Hussey sem ofbeldi og að um hálfgerða yfirheyrslu væri að ræða. Hussey steig til hliðar eftir atvikið og baðst innilegrar afsökunar á meðan konungsfjölskyldan sagði málið óásættanlegt. Í yfirlýsingu sem Fulani birti í gær sagðist hún hafa orðið fyrir miklu áreiti eftir að hún greindi frá atvikinu.„Síðasta vika hefur verið hrikalega erfið fyrir okkur öll hjá Sistah Space. Teymið mitt, fjölskyldan og ég höfum fundið fyrir gríðarlegum þrýstingi og orðið fyrir skelfilegum svívirðingum á samfélagsmiðlum,“ sagði Fulani. Hún bætti þó við að á sama tíma hafi hún fundið fyrir miklum stuðningi og þakkaði hún fyrir það en það hafi sýnt henni að ástin sigri alltaf hatrið. Þá sé hún tilbúin til að mæta í Buckingham-höll eða aðra staði til að reyna að ná fram breytingum en atvik sem þessi séu því miður allt of algeng. "I have experienced first-hand what happens when a Black woman faces adversity and has to overcome additional barriers when trying to report it"- Ngozi Fulani, of Sistah Space, issues a new statement following the Buckingham Palace incident...& the abuse she's endured. pic.twitter.com/0LpAcHX34Z— Nads White. (@Nadine_Writes) December 5, 2022 Netverjar á öndverðum meiði Málið vakti mikla athygli og vildu ýmsir netverjar meina að atvikið væri enn eitt dæmið um rasisma af hálfu konungsfjölskyldunnar. Aðrir gerðu lítið úr atvikinu og vísuðu til þess að Hussey væri 83 ára. Enn aðrir töldu fráleitt að um rasisma væri að ræða, heldur frekar eðlileg viðbrögð í ljósi útlits Fulani. Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC. Í myndbandi sem hún birti á Instagram í dag sagðist hún þó ekki ætla að láta atvikið hafa áhrif á sig og baráttu sína í framtíðinni. The reality of speaking up about racism. @Sistah_Space founder Ngozi Fulani has told of the horrific abuse" received online after last week's racist incident at Buckingham Palace.She also sat down with her mother and daughter for an Instagram video reflecting on the experience: pic.twitter.com/vDUHjTfKtL— Omid Scobie (@scobie) December 6, 2022
Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira