Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 11:14 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða þokkalega. Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27
Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55