Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 08:35 Útgefendur fjölmiðla eru ósáttir við að fá enga hlutdeild í tekjum sem tæknirisar eins og Meta og Alphabet hafa af efni sem þeir hafa lagt vinnu og fjármuni í að framleiða. Vísir/Getty Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum. Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum.
Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01
Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54