Leitin að skipverjanum ekki enn borið árangur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 5. desember 2022 19:46 Guðmundur Birgir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Leitinni að karlmanni, sem féll frá boði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa á laugardag var haldið áfram í dag. Hún hefur þó ekki borið árangur og henni hætt í kvöld. Leit hefst aftur í morgunsárið með varðskipi Landhelgisgæslunnar en óákveðið er hvort þyrlan verði kölluð út. Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist. Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist.
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47