Vonbrigði fyrir starfsstétt sauðfjárbænda Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2022 13:32 Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Landbúnaður Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun