Húsið var byggt árið 1971 og er með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis að húsið sé á einum besta stað Reykjavíkur við útivistarsvæðið í Laugardal, með fallegu útsýni og stutt í alla þjónustu. Þá var húsið endurhannað og endurnýjað mikið frá árinu 2006.

Þá segir í auglýsingunni að alrýmið sé sérlega bjart og rúmgott en það skiptist í stóra borðstofu og stofu og er með stórum gluggum í suður, austur og vestur. Útgengt er á stóra steinsteypta upphitaða verönd í suður með útsýni yfir Laugardalinn.


Þá er stór hjónasvíta með rúmgóðu fataherbergi og útgengt á timburlagða verönd í suðurátt. Baðherbergið er með fallegri innréttingu, stórum sturtuklefa með tveimur sturtuhausum, baðkari og gluggum og mögulegt er að setja upp gufu.



Óskað er eftir tilboðum í eignina en brunabótamat nemur rúmum 93 milljónum og fasteignamat tæpum 123 milljónum króna.