Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 17:07 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur. Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur.
Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27
Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09