Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2022 14:44 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag eftir að afgreiðslu þingflokka ríkisstjórnarinnar á frumvarpinu lauk í vikunni. Frumvarpið hefur verið nokkuð til umræðu undanfarnar vikur, ekki síst eftir að meint hryðjuverkamál kom upp hér á landi í september. Talið mikilvægt að lögregla geti gripið fyrr inn í Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðar glæpastarfsemi krefjist þess að löggæsluyfirvöld geti gripið til aðgerða áður en einstök brot séu framin. Lögreglan á vaktinni í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Kristín „Með frumvarpi þessu er því lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot,“ segir í greinargerðinni. Dómsmálaráðherra hefur einmitt verið tíðrætt um að frumvarpið snúist um afbrotavarnir. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa þó bent á að lögregla hafi nú þegar rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Opnar á skilyrt eftirlit með tilteknum einstaklingum án gruns um að þeir hafi framið afbrot Frumvarpið, verði það samþykkt í óbreyttri mynd, felur það í sér að hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulögð brotasamtök sé henni heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi. Ákvörðun um slíkt eftirlit verður hins vegar aðeins tekin af lögreglustjóra eða öðrum yfirmanni. Þá þarf að tilkynna ákvörðunina til gæðastjóra lögreglu, sem er nýtt embætti sem frumvarpið felur í sér. Sérsveit lögreglunnar að störfum.Vísir/Vilhelm Segir í greinargerðinni að talið sé nauðsynlegt að lögregla geti viðhaft slíkt eftirlit þegar upplýsingar liggja fyrir um að tiltekinn einstaklingur kunni að fremja alvarlegt afbrot. „Í ljósi þess að frumvarpið veitir lögreglu heimild til að viðhafa eftirlit með einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um að hafa framið afbrot er heimildin takmörkuð með fyrrgreindum hætti og verður því ekki beitt gagnvart einstaklingum sem lögregla hefur upplýsingar um að tengist annars konar brotastarfsemi,“ segir enn fremur. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögregla fá einnig heimild til að taka ákvörðun um eftirlit vegna einstaklinga sem lögregla hefur upplýsingar um að af kunni að "stafa sérgreind hætta fyrir öryggi ríkisins eða almennings," eins og það er orðað í frumvarpinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu efld Samhliða þessum breytingum er einnig lagt til að eftirlit með aðgerðum í þágu afbrotavarna verði eflt. Nefndarmönnum í nefndinni verði fjölgað úr þremur í fimm. Þá verði formaður nefndarinnar í fullu starfi hjá nefndinni. Einnig er reiknað með að starfsmenn nefndarinnar verði tveir, auk formannsins. Samkvæmt frumvarpinu verður nefndinni einnig falið það hlutverk að hafa sérstakt eftirlit með aðgerðum lögreglu í þágu afbrotavarna. Þannig verður lögreglu undantekningarlaust skylt að tilkynna nefndinni um ákvarðanir um að viðhafa eftirlit með einstaklingum, upplýsingabeiðnir sem sendar eru til annarra stjórnvalda og beiðnir um haldlagningu. Með hverri tilkynningu þarf að fylgja rökstuðningur um beitingu aðgerðar, auk annarra nauðsynlegra upplýsinga. „Nefndinni er þannig falið það hlutverk að ganga úr skugga um að aðgerðir lögreglu uppfylli skilyrði laganna og sé þar af leiðandi ekki beitt að ósekju. Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka einstakar aðgerðir til sérstakrar skoðunar og getur jafnframt óskað eftir öllum þeim upplýsingum frá lögreglu sem hún telur þörf á, segir í greinargerðinni.“ Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag eftir að afgreiðslu þingflokka ríkisstjórnarinnar á frumvarpinu lauk í vikunni. Frumvarpið hefur verið nokkuð til umræðu undanfarnar vikur, ekki síst eftir að meint hryðjuverkamál kom upp hér á landi í september. Talið mikilvægt að lögregla geti gripið fyrr inn í Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðar glæpastarfsemi krefjist þess að löggæsluyfirvöld geti gripið til aðgerða áður en einstök brot séu framin. Lögreglan á vaktinni í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Kristín „Með frumvarpi þessu er því lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot,“ segir í greinargerðinni. Dómsmálaráðherra hefur einmitt verið tíðrætt um að frumvarpið snúist um afbrotavarnir. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa þó bent á að lögregla hafi nú þegar rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Opnar á skilyrt eftirlit með tilteknum einstaklingum án gruns um að þeir hafi framið afbrot Frumvarpið, verði það samþykkt í óbreyttri mynd, felur það í sér að hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulögð brotasamtök sé henni heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi. Ákvörðun um slíkt eftirlit verður hins vegar aðeins tekin af lögreglustjóra eða öðrum yfirmanni. Þá þarf að tilkynna ákvörðunina til gæðastjóra lögreglu, sem er nýtt embætti sem frumvarpið felur í sér. Sérsveit lögreglunnar að störfum.Vísir/Vilhelm Segir í greinargerðinni að talið sé nauðsynlegt að lögregla geti viðhaft slíkt eftirlit þegar upplýsingar liggja fyrir um að tiltekinn einstaklingur kunni að fremja alvarlegt afbrot. „Í ljósi þess að frumvarpið veitir lögreglu heimild til að viðhafa eftirlit með einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um að hafa framið afbrot er heimildin takmörkuð með fyrrgreindum hætti og verður því ekki beitt gagnvart einstaklingum sem lögregla hefur upplýsingar um að tengist annars konar brotastarfsemi,“ segir enn fremur. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögregla fá einnig heimild til að taka ákvörðun um eftirlit vegna einstaklinga sem lögregla hefur upplýsingar um að af kunni að "stafa sérgreind hætta fyrir öryggi ríkisins eða almennings," eins og það er orðað í frumvarpinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu efld Samhliða þessum breytingum er einnig lagt til að eftirlit með aðgerðum í þágu afbrotavarna verði eflt. Nefndarmönnum í nefndinni verði fjölgað úr þremur í fimm. Þá verði formaður nefndarinnar í fullu starfi hjá nefndinni. Einnig er reiknað með að starfsmenn nefndarinnar verði tveir, auk formannsins. Samkvæmt frumvarpinu verður nefndinni einnig falið það hlutverk að hafa sérstakt eftirlit með aðgerðum lögreglu í þágu afbrotavarna. Þannig verður lögreglu undantekningarlaust skylt að tilkynna nefndinni um ákvarðanir um að viðhafa eftirlit með einstaklingum, upplýsingabeiðnir sem sendar eru til annarra stjórnvalda og beiðnir um haldlagningu. Með hverri tilkynningu þarf að fylgja rökstuðningur um beitingu aðgerðar, auk annarra nauðsynlegra upplýsinga. „Nefndinni er þannig falið það hlutverk að ganga úr skugga um að aðgerðir lögreglu uppfylli skilyrði laganna og sé þar af leiðandi ekki beitt að ósekju. Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka einstakar aðgerðir til sérstakrar skoðunar og getur jafnframt óskað eftir öllum þeim upplýsingum frá lögreglu sem hún telur þörf á, segir í greinargerðinni.“ Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent