92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 18:25 Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að aðgerðirnar séu í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem kynnt var í byrjun nóvember. Þar kom fram að áhrif heimsfaraldurs, hækkandi verðbólga og vanfjármögnun frá ríkinu á rekstri málaflokks fatlaðs fólks hefði neikvæð áhrif á reksturinn og að ráðist yrði í aðhaldsaðgerðir. Áfram er gert ráð fyrir fullri fjármögnun á framlínuþjónustu. Í tilkynningunni segir að þær tillögur sem samþykktar voru í dag séu nánari útfærsla á aðgerðaáætlun um samdrátt í rekstrarkostnaði upp á að minnsta kosti einn milljarð króna sem kynnt var í fjárhagsáætlun. Tillögurnar koma til viðbótar ákvörðun um að draga saman í fjárfestingaráætlun, almennu aðhaldi í rekstri og að ekki verði ráðið í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Aðgerðir í ráðningamálum eiga þó ekki við störf í framlínu, svo sem í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. Óskað var eftir hugmyndum úr öllum málaflokkum um hvar mætti gera þjónustu skilvirkari og auka hagkvæmni í rekstri og eru þessar tillögur afrakstur þeirrar vinnu. Endurspegli stöðu sveitarfélagana eftir kórónuveirufaraldurinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn. Viðbrögðin séu eðlileg og í samræmi við trausta fjármálastjórn. “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótaverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt sig fram um að vera snögg að bregðast við ytri aðstæðum og þetta er hluti af því. Borgin mun vaxa út úr þeim vanda sem sveitarfélögin eru að glíma við en um leið er mikilvægt að ríkið leiðrétti framlög í stórum málaflokkum þar sem lagaskyldur eru langt umfram þau framlög sem sveitarfélögunum eru tryggð,“ er haft eftir borgarstjóra í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm Samanlagt munu tillögur um hagræðingu draga úr útgjöldum sem nemur á annan milljarð króna en þar er einnig að finna hugmyndir að frekari umbótum sem fara í nánari rýningu og skoðun og gætu leitt til frekari sparnaðar. Breytingatillögurnar verða lagðar fyrir borgarstjórnarfund næstkomandi þriðjudag þegar seinni umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2023 fara fram. Vilja leggja niður Vin, styrki til áfangaheimila og rekstur Seljahlíðar Meðal annars er lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir og er helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf verður útfært í samráði við Geðhjálp. Til stendur að leggja niður starfsemi Vin dagseturs.Facebook Þá er tillaga um að rekstur að tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð verði lagður niður, rekstararleyfin flytjist til annarra hjúkrunarheimila skv. ákvörðun ríkisins og rýmunum breytt í þjónustuíbúðir líkt og aðrar íbúðir Seljahlíðar. „Hjúkrunareiningin er lítil og óhagkvæm í rekstri enda hefur Reykjavíkurborg greitt um 50 m.kr. með rekstrinum árlega. Rekstur hjúkrunarheimila er ekki á verkefnasviði sveitarfélaga. Þegar breytingin verður komin til framkvæmda skilar hún 67 m.kr. sparnaði á ársgrundvelli," að því er segir í breytingatillögunum Borgarráðs. Tillaga vegna breytinga á gjaldsvæði Bílastæðasjóðsk kveður á um að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 50.000 þ.kr. vegna stækkunar á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs. Sem fyrr en gert ráð fyrir að íbúar á viðkomandi svæðum geti fengið íbúakort. Þá eru tillögur vegna breytinga á greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna, breytinga á sundkennslu 10.bekkjar, vegna innheimtu á raunkostnaði við þjónustu Klettaskóla og Brúarskóla og fleira á meðal þess sem lagt er til. Allar tillögurnar má lesa hér. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að aðgerðirnar séu í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem kynnt var í byrjun nóvember. Þar kom fram að áhrif heimsfaraldurs, hækkandi verðbólga og vanfjármögnun frá ríkinu á rekstri málaflokks fatlaðs fólks hefði neikvæð áhrif á reksturinn og að ráðist yrði í aðhaldsaðgerðir. Áfram er gert ráð fyrir fullri fjármögnun á framlínuþjónustu. Í tilkynningunni segir að þær tillögur sem samþykktar voru í dag séu nánari útfærsla á aðgerðaáætlun um samdrátt í rekstrarkostnaði upp á að minnsta kosti einn milljarð króna sem kynnt var í fjárhagsáætlun. Tillögurnar koma til viðbótar ákvörðun um að draga saman í fjárfestingaráætlun, almennu aðhaldi í rekstri og að ekki verði ráðið í stöður sem losna nema brýn nauðsyn sé til. Aðgerðir í ráðningamálum eiga þó ekki við störf í framlínu, svo sem í skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu. Óskað var eftir hugmyndum úr öllum málaflokkum um hvar mætti gera þjónustu skilvirkari og auka hagkvæmni í rekstri og eru þessar tillögur afrakstur þeirrar vinnu. Endurspegli stöðu sveitarfélagana eftir kórónuveirufaraldurinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn. Viðbrögðin séu eðlileg og í samræmi við trausta fjármálastjórn. “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótaverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt sig fram um að vera snögg að bregðast við ytri aðstæðum og þetta er hluti af því. Borgin mun vaxa út úr þeim vanda sem sveitarfélögin eru að glíma við en um leið er mikilvægt að ríkið leiðrétti framlög í stórum málaflokkum þar sem lagaskyldur eru langt umfram þau framlög sem sveitarfélögunum eru tryggð,“ er haft eftir borgarstjóra í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar tillögur endurspegla þá stöðu sem sveitarfélög um land allt glími við eftir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm Samanlagt munu tillögur um hagræðingu draga úr útgjöldum sem nemur á annan milljarð króna en þar er einnig að finna hugmyndir að frekari umbótum sem fara í nánari rýningu og skoðun og gætu leitt til frekari sparnaðar. Breytingatillögurnar verða lagðar fyrir borgarstjórnarfund næstkomandi þriðjudag þegar seinni umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2023 fara fram. Vilja leggja niður Vin, styrki til áfangaheimila og rekstur Seljahlíðar Meðal annars er lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir og er helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf verður útfært í samráði við Geðhjálp. Til stendur að leggja niður starfsemi Vin dagseturs.Facebook Þá er tillaga um að rekstur að tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð verði lagður niður, rekstararleyfin flytjist til annarra hjúkrunarheimila skv. ákvörðun ríkisins og rýmunum breytt í þjónustuíbúðir líkt og aðrar íbúðir Seljahlíðar. „Hjúkrunareiningin er lítil og óhagkvæm í rekstri enda hefur Reykjavíkurborg greitt um 50 m.kr. með rekstrinum árlega. Rekstur hjúkrunarheimila er ekki á verkefnasviði sveitarfélaga. Þegar breytingin verður komin til framkvæmda skilar hún 67 m.kr. sparnaði á ársgrundvelli," að því er segir í breytingatillögunum Borgarráðs. Tillaga vegna breytinga á gjaldsvæði Bílastæðasjóðsk kveður á um að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 50.000 þ.kr. vegna stækkunar á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs. Sem fyrr en gert ráð fyrir að íbúar á viðkomandi svæðum geti fengið íbúakort. Þá eru tillögur vegna breytinga á greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna, breytinga á sundkennslu 10.bekkjar, vegna innheimtu á raunkostnaði við þjónustu Klettaskóla og Brúarskóla og fleira á meðal þess sem lagt er til. Allar tillögurnar má lesa hér.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent