Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 08:01 Egill Arnar Sigurþórsson við störf í leik hjá FH sem er eitt þeirra liða sem spilað hafa á Fótbolta.net-mótinu. Hann er formaður Félags deildardómara. VÍSIR/VILHELM Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins. Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Í bréfi frá FDD til Fótbolta.net segjast dómarar ósáttir við það hvernig ákveðnir starfsmenn miðilsins hafi sakað dómara um óheiðarleika eða beinlínis svindl. Ákvörðun félagsins kom þó forkólfum miðilsins í opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst óánægja dómaranna fyrst og fremst um ummæli sem látin hafa verið falla í hlaðvarpi og útvarpsþætti Fótbolta.net. Í bréfinu til Fótbolta.net segjast dómararnir ekki telja forsvaranlegt að eiga í samstarfi við miðilinn á meðan vinnubrögð starfsmanna séu eins og þau eru. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, segir í samtali við Vísi að bréfið frá FDD hafi komið mjög á óvart. Ákvörðun dómaranna þýði hins vegar að mótið, þar sem mörg af bestu liðum landsins hafa tekið þátt, verði ekki haldið. „Enginn dómari, enginn leikur. Um leið og við fengum þessi skilaboð þá var alveg ljóst að þetta mót færi ekki fram þetta árið,“ segir Elvar Geir. Stjörnumenn eru ríkjandi meistarar á Fótbolta.net-mótinu og verða það um ókomna tíð að því er virðist vera.vísir/hulda margrét Mótið hefur farið fram árlega frá árinu 2011, í byrjun hvers árs, og hefur FDD séð um að skipuleggja dómgæslu. Félögin sem taka þátt hafa greitt þátttökugjald sem notað hefur verið til að greiða dómurum fyrir vinnuna. Mótið hefur nýst sem undirbúningur bæði fyrir liðin og dómara, fyrir átök vorsins og sumarsins. „Ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra“ „Ég sem ritstjóri Fótbolta.net er búinn að vanda mig mikið við það að inni á okkar miðli sé réttmæt og sanngjörn gagnrýni í garð dómara, og að þeim sé líka hrósað þegar vel er gert. Mér þykir ógeðslega leiðinlegt að þetta sé ákvörðun þeirra. Þetta kemur mér gríðarlega á óvart,“ segir Elvar Geir. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum dómara var það stjórn FDD sem tók ákvörðun um að slíta samstarfinu við Fótbolta.net en sú ákvörðun naut stuðnings þegar hún var kynnt fyrir félagsmönnum. Virtist ekkert kannast við eigið bréf Egill Arnar Sigurþórsson er formaður FDD og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til Fótbolta.net þess efnis að vegna óánægju með ákveðna starfsmenn miðilsins vildi félagið ekki eiga í samstarfi við hann. Í samtali við Vísi í gær fullyrti Egill engu að síður að óánægja dómara hefði ekkert með málið að gera og virtist ekkert kannast við bréfið sem hann þó var skráður fyrir. „Þetta er bara verkefni sem við höfum tekið að okkur í verktöku og þetta árið var ákveðið að taka það ekki að sér. Það er ekkert dýpra sem liggur að baki. Það hafa einhverjir verið að velta því upp hvort þetta snúist um umfjöllun eða verð eða eitthvað slíkt, en það er ekkert svoleiðis. Við vorum bara beðnir um að taka að okkur verkefni sem við höfum ekki tök á að sinna núna,“ sagði Egill.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira