Haukur Þrastarson og félagar í Kielce héldu til Noregs þar sem þeir mættu Orra Frey Þorkelssyni og félögum í Elverum. Kielce leiddi 14-13 í hálfleik og leikurinn var áfram jafn í síðari hálfleik þó svo að gestirnir hafi náð þriggja marka forskoti um tíma.
Elverum kom til baka og lokamínúturnar voru æsispennandi. Kielce skoraði sigurmarkið þegar innan við mínúta var eftir en þá skoraði Alex Dujshebaev eftir gegnumbrot. Kiele fagnaði 27-26 sigri og halda þar með efsta sæti B-riðils á meðan Elverum situr í neðsta sætinu.
Hvorki Haukur né Orri Freyr komust á blað hjá sínum liðum í kvöld.
CLUTCHbaev once again with a gamewinning goal. Huge respect to Elverum today. So close.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 30, 2022
: EHFTV#handball #ehfcl pic.twitter.com/9E8C2Yd3g0
Bjarki Már Elísson var í sigurliði Telekom Veszprem sem tapaði 29-26 á útivelli gegn HC Zagreb.
Zagreb hafði yfirhöndina í upphafi leiks en Veszprem kom til baka og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 14-12 fyrir ungverska liðið.
Veszprem hélt yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks en í stöðunni 21-19 náði Zagreb 8-1 kafla og tryggði sér sigurinn. Lokatölur 29-26 en Veszprem heldur þó efsta sæti A-riðils, er með eins stigs forskot á PSG.
Bjarki Már kom við sögu hjá Veszprem í kvöld en tókst ekki að skora.