Þekktir menn í undirheimunum viti helst hvað komið hafi fyrir Friðfinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2022 09:01 Friðfinnur Freyr Kristinsson. Aðsent „Það er búið að vinna úr öllum ábendingum. Velta öllum steinum. En sorglegu tíðindin eru þau að hann finnst ekki,“ segir Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem hvarf sporlaust þann 10. nóvember síðastliðinn. Víðtæk leit lögreglu og björgunarsveita hefur engan árangur borið en verið er að rannsaka síma og tölvugögn sem gætu hugsanlega varpað ljósi á hvað átti sér stað í aðdraganda hvarfsins. Kristinn óttast að Friðfinnur hafi legið undir hótunum frá tveimur mönnum í undirheimunum sem lögregla þekki vel til. Hann hvetur þá til að stíga fram enda þurfi fjölskylda Friðfinns að fá að vita hvað gerðist. „Hann var stjarna alls staðar, stjarna sem skein af,“ segir Kristinn um son sinn. Tilgátur á lofti „Það er búið að vinna mjög mikið og mjög vel í þessu og mér finnst lögreglan heilt yfir hafa staðið sig afskaplega vel. Ég veit að Þórður, sá sem stjórnaði aðgerðunum, er algjörlega miður sín yfir þessu enda er hann búinn að leggja sig allan fram í þessu máli. Hann er búinn að vinna í þessu dag og nótt. Hann langar svo að það sé hægt að klára þetta mál, eins og við öll,“ segir Kristinn Ágúst í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna hafa náð að kemba öll leitarsvæði vel. „Ég fæ ekki betur séð. Bæði hér á landi og úti á sjó, þar sem straumarnir eru mjög sterkir. Það er búið að fara tvisvar með kafbát um sundin.“ Í samskiptum við menn í undirheimunum Kristinn kveðst hafa fundað með lögreglunni síðastliðinn mánudag og rætt við þá sem stjórnað hafa leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni. Hann segir eina tilgátu vera uppi sem gæti varpað ljósi á afdrif Friðfinns. Sú tilgáta hafi verið rædd á fundinum. Vitað sé að Friðfinnur var í miklum samskiptum við tvo aðila rétt áður en hann hvarf og mögulega eftir. „Það er mjög mikilvægt að þessir tveir aðilar opni sig alveg. Við erum hrædd um að hann hafi legið undir hótunum frá vondum mönnum. Hann var ekki með símann sinn þegar hann hvarf, en það er verið að skoða símann hans og fleiri síma líka. Og síðan er hægt að skoða tölvuna hans líka, þó hún hafi ekki verið í notkun í einhvern tíma áður en hann hvarf. Þetta er það eina sem hægt er að skoða í dag. Ef einhverjir geta sagt eitthvað til um hvað gerðist þá eru það þessir tveir. Þetta eru þekktir menn úr undirheiminum sem lögreglan kannast vel við,“ segir Kristinn og bætir við: „Það er mín tilgáta að eitthvað hafi farið fram á milli þeirra, að Friðfinnur hafi orðið mjög hræddur eftir hótanir. Þetta eru menn sem svífast einskis. Það sem ég er að vona núna, eftir fundinn á mánudag, er að þessi gögn verði skoðuð og reynt að komast að því hvað fór fram á milli Friðfinns og þessara manna. Tölvan og síminn, það er það eina sem hægt er að skoða í dag.“ Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns sem leitað er nú.Fella og Hólakirkja Leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu Síðast spurðist til Friðfinns Freys þann 10. nóvember þegar hann fór frá Kuggavogi í Vogabyggð í Reykjavík. Fjórum dögum síðar, þann 14. nóvember, sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem lýst var eftir Friðfinni. Í kjölfarið voru leitarflokkar lögreglu og björgunarsveita ræstir. Efnt var til umfangsmikillar leitar í Vogahverfinu þar sem lögregla og björgunarsveitir gengu um svæðið og notuðu dróna auk þess sem leitað var úr lofti í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglan óskaði meðal annars eftir aðstoð íbúa í Kuggavogi og nágrenni við leitina og bað fólk með öryggis- og eftirlitsmyndavélar að hafa samband. Þá voru íbúar í hverfinu beðnir um að skoða nærumhverfi sitt og fólk í forsvari fyrir autt húsnæði í hverfinu var beðið um að skoða slíka staði. Í samtali við Vísi þann 15. nóvember síðastliðinn sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn fáar vísbendingar hefðu borist og engar sem hefðu skilað árangri. Þá sagði hann svæðið nokkuð yfirgripsmikið þar sem mikið er um nýbyggingar og yfirgefnar byggingar. Þann 21. nóvember greindi Vísir frá því að samkvæmt varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði farið fram fjölmenn leit sem engan árangur bar. Leitað hafði verið í Voga-og Laugarneshverfi, við Sæbraut, Elliðaárvog og Elliðaárdal. Leitarsvæðið var þá stækkað til muna og farið að leita víðar um höfuðborgarsvæðið. Þá kom fram að lögreglan legði áherslu á að vinna úr rannsóknargögnum og fara yfir myndefni. Óvissan það allra versta Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að skoða alla möguleika og velta öllum tilgátum fyrir sér, eins og Kristinn lýsir. „Það er búið að velta hverjum einasta steini fyrir sig. Það sem ég er að segja núna er sprottið af mikilli og djúpri umhugsun. Og svo eru auðvitað margir búnir að hafa samband bæði við mig og lögregluna. Allt sem ég hef fengið hef ég látið beint til lögreglunnar. Allt sem ég hef fengið frá öðrum og líka það sem ég hef sett saman sjálfur.“ Kristinn segir einfaldlega ekki hægt að lýsa því hversu átakanlegt það er að vita ekki hvar sonur hans er, hvort hann sé lífs eða liðinn. „Óvissan er það versta við þetta allt saman. Óvissan gerir þetta allt svo miklu þyngra. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það skiptir öllu máli fyrir okkur fjölskylduna að það verði hægt að binda endi á þetta, setja punkt á þetta. Vonin má ekki deyja. Aldrei. Og ég er á fullu að minna mig á það. En það er ekkert sem ég get gert. Ég er og ég var búinn að reyna allt.“ Kristinn er sjálfur sérmenntaður í sálgæslu og sáttamiðlun og vinnur dagsdaglega við að aðstoða fólk sem glímir við sorg og hörmungar. „En ég er bara algjörlega lamaður núna eftir þetta. Ég er að reyna að stjórna hugsunum mínum og minna mig á að ég get engu breytt.“ Friðfinnur Freyr Kristinsson hefur nú verið týndur í tæpar 3 vikur. Afreksmaður og píanósnillingur Friðfinnur hafði glímt við fíknivanda í gegnum tíðina en náð að koma lífinu á réttan kjöl. Á tímabili leit allt vel út en svo féll hann, stuttu áður en hann hvarf. Þeir feðgar voru að sögn Kristins nánir og góðir vinir. „Hann átti kærustu og bjó með henni og þau áttu saman yndislegt heimili. Ekki löngu áður en hann hvarf þá sagði hann mér að hann væri svo þakklátur fyrir að eiga eðlilegt og fallegt líf. Þá var hann edrú. Við Friðfinnur vorum gífurlega nánir. Ég var búinn að leggja mig allan fram við að hjálpa honum. Ég sá hann eins og viðkvæmt blóm sem þurfti að vernda. Hann var einstakur.“ Kristinn á erfitt með að horfast í augu við örlög sonar síns. „Að hann hafi leiðst út á þessa braut. Það er erfitt að hugsa til þess hversu óréttláttur heimurinn getur verið. Ég er þó mjög þakklátur fyrir eitt. Rétt áður en þetta gerðist þá sagði ég við son minn að hann væri besta eintak af manni sem ég hefði kynnst, þegar hann væri hann sjálfur. Ég náði að segja honum það. Og ég stend við það. Það segja líklega allir foreldrar þetta um börnin sín, en ég er að segja þetta af miklu dýpri skilning en nokkur getur gert sér grein fyrir. Hann var frábært eintak af manni,“ segir Kristinn. „Í fyrsta lagi var hann góður, með stórt hjarta, skilningsríkur og hlýr. Hann var sannkallaður höfðingi gagnvart fólki. Í öðru lagi var hann svo ótrúlega hæfileikaríkur. Hann var fimmfaldur Íslandsmeistari í sundi og hann var einn af bestu flugsundsmönnum í Evrópu. Hann var líka með ótrúlega tónlistarhæfileika. Hann spilaði á píanó og gaf snillingunum ekkert eftir. Hann spilaði Bach fram og til baka eins og ekkert væri. Hann var bara alveg ótrúlegur, alveg frá því hann var lítill strákur. Í fjölskylduboðum settist hann við píanóið og spilaði og skemmti fólki og sló í gegn. Hann var stjarna alls staðar, stjarna sem skein af. “ Mikill samhugur Kristni finnst mikilvægt að brýna fyrir fólki hvað fíknin getur verið margslungin, vægðarlaus og hrottaleg. „Fíknin fer ekki í manngreiningarálit. Þú sérð fíkn alveg frá neðstu lögum samfélagsins upp í þau efstu. Birtingarmynd þessa sjúkdóms er svo neikvæð og það spilar inn í. Sá sem er fíkill eða alkóhólisti, hann lýgur og rænir og platar, það eru birtingarmyndir þessa sjúkdóms. Ef þú ert kvefaður og hóstar eða ef þú brýtur bein og ferð í gifs, það er annað. Þá færðu samúð frá öðrum. Þannig verða fordómarnir til.“ Hann segir fjölskylduna standa saman á þessum erfiðu tímum og sömuleiðis séu þau þakklát fyrir hlýhug og stuðning fólks, bæði þeirra sem þau þekkja og ókunnugra. „Við tölum mikið saman. Við hittumst og tökum utan um hvort annað. Við erum mjög samhuga. Hinir krakkarnir okkar veita okkur mikinn styrk. Það er mikil viska sem kemur út úr þeim sem við hlustum vandlega á og reynum að fara eftir. Þessar stundir okkar eru því dýrmætar. Við erum ansi nálægt því að missa vonina. Við erum raunsæ. En við verðum að fá það á hreint hvað gerðist, hver afdrifin hans voru. Annars væri ég ekki að funda með lögreglunni og vekja athygli þeirra á atriðum sem ég held að verði að rannsaka betur.“ Fundað í fyrramálið varðandi næstu skref „Við erum alltaf að leita. Við förum eftir öllum vísbendingum sem við fáum og veltum öllum möguleikum upp. Við skoðum allt saman, allar ferðir hans fyrir hvarfið,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Vísi. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir lögreglu halda áfram að vinna úr öllum vísbendingum og ábendingum sem berast.Vísir/Egill Þá hafi lögreglan fengið dómsúrskurð til að nálgast gögn úr síma og tölvu, bankayfirlit og fleira. Aðspurður um hvort unnið sé út frá einhverjum sérstökum gögnum eða ábendingum, eða einblínt á einhverja ákveðna aðila svarar Guðmundur neitandi. „Í fyrramálið mun síðan hópur funda þar sem næstu aðgerðir verða ræddar.“ Lögreglumál Reykjavík Leitin að Friðfinni Frey Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Víðtæk leit lögreglu og björgunarsveita hefur engan árangur borið en verið er að rannsaka síma og tölvugögn sem gætu hugsanlega varpað ljósi á hvað átti sér stað í aðdraganda hvarfsins. Kristinn óttast að Friðfinnur hafi legið undir hótunum frá tveimur mönnum í undirheimunum sem lögregla þekki vel til. Hann hvetur þá til að stíga fram enda þurfi fjölskylda Friðfinns að fá að vita hvað gerðist. „Hann var stjarna alls staðar, stjarna sem skein af,“ segir Kristinn um son sinn. Tilgátur á lofti „Það er búið að vinna mjög mikið og mjög vel í þessu og mér finnst lögreglan heilt yfir hafa staðið sig afskaplega vel. Ég veit að Þórður, sá sem stjórnaði aðgerðunum, er algjörlega miður sín yfir þessu enda er hann búinn að leggja sig allan fram í þessu máli. Hann er búinn að vinna í þessu dag og nótt. Hann langar svo að það sé hægt að klára þetta mál, eins og við öll,“ segir Kristinn Ágúst í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna hafa náð að kemba öll leitarsvæði vel. „Ég fæ ekki betur séð. Bæði hér á landi og úti á sjó, þar sem straumarnir eru mjög sterkir. Það er búið að fara tvisvar með kafbát um sundin.“ Í samskiptum við menn í undirheimunum Kristinn kveðst hafa fundað með lögreglunni síðastliðinn mánudag og rætt við þá sem stjórnað hafa leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni. Hann segir eina tilgátu vera uppi sem gæti varpað ljósi á afdrif Friðfinns. Sú tilgáta hafi verið rædd á fundinum. Vitað sé að Friðfinnur var í miklum samskiptum við tvo aðila rétt áður en hann hvarf og mögulega eftir. „Það er mjög mikilvægt að þessir tveir aðilar opni sig alveg. Við erum hrædd um að hann hafi legið undir hótunum frá vondum mönnum. Hann var ekki með símann sinn þegar hann hvarf, en það er verið að skoða símann hans og fleiri síma líka. Og síðan er hægt að skoða tölvuna hans líka, þó hún hafi ekki verið í notkun í einhvern tíma áður en hann hvarf. Þetta er það eina sem hægt er að skoða í dag. Ef einhverjir geta sagt eitthvað til um hvað gerðist þá eru það þessir tveir. Þetta eru þekktir menn úr undirheiminum sem lögreglan kannast vel við,“ segir Kristinn og bætir við: „Það er mín tilgáta að eitthvað hafi farið fram á milli þeirra, að Friðfinnur hafi orðið mjög hræddur eftir hótanir. Þetta eru menn sem svífast einskis. Það sem ég er að vona núna, eftir fundinn á mánudag, er að þessi gögn verði skoðuð og reynt að komast að því hvað fór fram á milli Friðfinns og þessara manna. Tölvan og síminn, það er það eina sem hægt er að skoða í dag.“ Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns sem leitað er nú.Fella og Hólakirkja Leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu Síðast spurðist til Friðfinns Freys þann 10. nóvember þegar hann fór frá Kuggavogi í Vogabyggð í Reykjavík. Fjórum dögum síðar, þann 14. nóvember, sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem lýst var eftir Friðfinni. Í kjölfarið voru leitarflokkar lögreglu og björgunarsveita ræstir. Efnt var til umfangsmikillar leitar í Vogahverfinu þar sem lögregla og björgunarsveitir gengu um svæðið og notuðu dróna auk þess sem leitað var úr lofti í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglan óskaði meðal annars eftir aðstoð íbúa í Kuggavogi og nágrenni við leitina og bað fólk með öryggis- og eftirlitsmyndavélar að hafa samband. Þá voru íbúar í hverfinu beðnir um að skoða nærumhverfi sitt og fólk í forsvari fyrir autt húsnæði í hverfinu var beðið um að skoða slíka staði. Í samtali við Vísi þann 15. nóvember síðastliðinn sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn fáar vísbendingar hefðu borist og engar sem hefðu skilað árangri. Þá sagði hann svæðið nokkuð yfirgripsmikið þar sem mikið er um nýbyggingar og yfirgefnar byggingar. Þann 21. nóvember greindi Vísir frá því að samkvæmt varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði farið fram fjölmenn leit sem engan árangur bar. Leitað hafði verið í Voga-og Laugarneshverfi, við Sæbraut, Elliðaárvog og Elliðaárdal. Leitarsvæðið var þá stækkað til muna og farið að leita víðar um höfuðborgarsvæðið. Þá kom fram að lögreglan legði áherslu á að vinna úr rannsóknargögnum og fara yfir myndefni. Óvissan það allra versta Við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að skoða alla möguleika og velta öllum tilgátum fyrir sér, eins og Kristinn lýsir. „Það er búið að velta hverjum einasta steini fyrir sig. Það sem ég er að segja núna er sprottið af mikilli og djúpri umhugsun. Og svo eru auðvitað margir búnir að hafa samband bæði við mig og lögregluna. Allt sem ég hef fengið hef ég látið beint til lögreglunnar. Allt sem ég hef fengið frá öðrum og líka það sem ég hef sett saman sjálfur.“ Kristinn segir einfaldlega ekki hægt að lýsa því hversu átakanlegt það er að vita ekki hvar sonur hans er, hvort hann sé lífs eða liðinn. „Óvissan er það versta við þetta allt saman. Óvissan gerir þetta allt svo miklu þyngra. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það skiptir öllu máli fyrir okkur fjölskylduna að það verði hægt að binda endi á þetta, setja punkt á þetta. Vonin má ekki deyja. Aldrei. Og ég er á fullu að minna mig á það. En það er ekkert sem ég get gert. Ég er og ég var búinn að reyna allt.“ Kristinn er sjálfur sérmenntaður í sálgæslu og sáttamiðlun og vinnur dagsdaglega við að aðstoða fólk sem glímir við sorg og hörmungar. „En ég er bara algjörlega lamaður núna eftir þetta. Ég er að reyna að stjórna hugsunum mínum og minna mig á að ég get engu breytt.“ Friðfinnur Freyr Kristinsson hefur nú verið týndur í tæpar 3 vikur. Afreksmaður og píanósnillingur Friðfinnur hafði glímt við fíknivanda í gegnum tíðina en náð að koma lífinu á réttan kjöl. Á tímabili leit allt vel út en svo féll hann, stuttu áður en hann hvarf. Þeir feðgar voru að sögn Kristins nánir og góðir vinir. „Hann átti kærustu og bjó með henni og þau áttu saman yndislegt heimili. Ekki löngu áður en hann hvarf þá sagði hann mér að hann væri svo þakklátur fyrir að eiga eðlilegt og fallegt líf. Þá var hann edrú. Við Friðfinnur vorum gífurlega nánir. Ég var búinn að leggja mig allan fram við að hjálpa honum. Ég sá hann eins og viðkvæmt blóm sem þurfti að vernda. Hann var einstakur.“ Kristinn á erfitt með að horfast í augu við örlög sonar síns. „Að hann hafi leiðst út á þessa braut. Það er erfitt að hugsa til þess hversu óréttláttur heimurinn getur verið. Ég er þó mjög þakklátur fyrir eitt. Rétt áður en þetta gerðist þá sagði ég við son minn að hann væri besta eintak af manni sem ég hefði kynnst, þegar hann væri hann sjálfur. Ég náði að segja honum það. Og ég stend við það. Það segja líklega allir foreldrar þetta um börnin sín, en ég er að segja þetta af miklu dýpri skilning en nokkur getur gert sér grein fyrir. Hann var frábært eintak af manni,“ segir Kristinn. „Í fyrsta lagi var hann góður, með stórt hjarta, skilningsríkur og hlýr. Hann var sannkallaður höfðingi gagnvart fólki. Í öðru lagi var hann svo ótrúlega hæfileikaríkur. Hann var fimmfaldur Íslandsmeistari í sundi og hann var einn af bestu flugsundsmönnum í Evrópu. Hann var líka með ótrúlega tónlistarhæfileika. Hann spilaði á píanó og gaf snillingunum ekkert eftir. Hann spilaði Bach fram og til baka eins og ekkert væri. Hann var bara alveg ótrúlegur, alveg frá því hann var lítill strákur. Í fjölskylduboðum settist hann við píanóið og spilaði og skemmti fólki og sló í gegn. Hann var stjarna alls staðar, stjarna sem skein af. “ Mikill samhugur Kristni finnst mikilvægt að brýna fyrir fólki hvað fíknin getur verið margslungin, vægðarlaus og hrottaleg. „Fíknin fer ekki í manngreiningarálit. Þú sérð fíkn alveg frá neðstu lögum samfélagsins upp í þau efstu. Birtingarmynd þessa sjúkdóms er svo neikvæð og það spilar inn í. Sá sem er fíkill eða alkóhólisti, hann lýgur og rænir og platar, það eru birtingarmyndir þessa sjúkdóms. Ef þú ert kvefaður og hóstar eða ef þú brýtur bein og ferð í gifs, það er annað. Þá færðu samúð frá öðrum. Þannig verða fordómarnir til.“ Hann segir fjölskylduna standa saman á þessum erfiðu tímum og sömuleiðis séu þau þakklát fyrir hlýhug og stuðning fólks, bæði þeirra sem þau þekkja og ókunnugra. „Við tölum mikið saman. Við hittumst og tökum utan um hvort annað. Við erum mjög samhuga. Hinir krakkarnir okkar veita okkur mikinn styrk. Það er mikil viska sem kemur út úr þeim sem við hlustum vandlega á og reynum að fara eftir. Þessar stundir okkar eru því dýrmætar. Við erum ansi nálægt því að missa vonina. Við erum raunsæ. En við verðum að fá það á hreint hvað gerðist, hver afdrifin hans voru. Annars væri ég ekki að funda með lögreglunni og vekja athygli þeirra á atriðum sem ég held að verði að rannsaka betur.“ Fundað í fyrramálið varðandi næstu skref „Við erum alltaf að leita. Við förum eftir öllum vísbendingum sem við fáum og veltum öllum möguleikum upp. Við skoðum allt saman, allar ferðir hans fyrir hvarfið,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við Vísi. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir lögreglu halda áfram að vinna úr öllum vísbendingum og ábendingum sem berast.Vísir/Egill Þá hafi lögreglan fengið dómsúrskurð til að nálgast gögn úr síma og tölvu, bankayfirlit og fleira. Aðspurður um hvort unnið sé út frá einhverjum sérstökum gögnum eða ábendingum, eða einblínt á einhverja ákveðna aðila svarar Guðmundur neitandi. „Í fyrramálið mun síðan hópur funda þar sem næstu aðgerðir verða ræddar.“
Lögreglumál Reykjavík Leitin að Friðfinni Frey Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira