Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2022 11:31 Rasmus Tantholdt (t.v.) og einn írönsku mótmælendanna sem ráðist var að. Vísir/Samsett Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira