Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2022 11:31 Rasmus Tantholdt (t.v.) og einn írönsku mótmælendanna sem ráðist var að. Vísir/Samsett Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira