Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2022 11:31 Rasmus Tantholdt (t.v.) og einn írönsku mótmælendanna sem ráðist var að. Vísir/Samsett Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Sjá meira
Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Sjá meira