Ystads fyrsta liðið til að vinna Flensburg | Óðinn tryggði Kadetten dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 19:20 Óðinn Þór í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Sænska liðið Ystads varð í kvöld fyrsta liðið til að hafa betur gegn þýska stórliðinu Flensburg í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta, 29-26. Þá var Óðinn Þór Ríkharðsson hetja Kadetten er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn Benfica, 26-25 Flensburg var með fullt hús stiga á toppi B-riðils Evrópudeildarinnar eftir þrjá leiki. Liðið vann meðal annars góðan fimm marka sigur gegn Valsmönnum í seinustu umferð, 32-37. Teitur Örn einarsson og félagar hans í Flensburg voru hins vegar skrefi á eftir Ystads frá upphafi til enda í kvöld. Heimamenn tóku forystuna strax í fyrstu sókn og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-14. Heimamenn juku forskot sitt í fimm mörk strax í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir náðu þó að minnka muninn niður í tvö mörk fljótlega eftir það. Nær komust gestirnir þó aldrei og heimamenn unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 29-26. Ystads er nú með fjögur stig eftir fjóra leiki, jafn mörg og Valur og PAUC í öðru til fjórða sæti riðilsins, en Valur og PAUC eigast við í kvöld. Flensburg trónir enn á toppi riðilsins með sex stig. Þá unnu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen nauman eins marks sigur gegn Benfica í A-riðli, 26-25. Heimamenn í Kadetten náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik og voru hársbreidd frá því að kasta frá sér sigrinum, en Óðinn Þór Ríkharðsson reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið með seinasta skoti leiksins. Óðinn Þór skoraði þrjú mörk fyrir Kadetten í kvöld og liðið situr nú í öðru til þriðja sæti riðilsins með sex stig, líkt og Göppingen. Að lokum vann Benidorm dramatískan eins marks sigur gegn Ferencváros í B-riðli Valsmanna þar sem sigurmarkið var skorað þegar um fjórar sekúndur voru til leiksloka. Handbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Flensburg var með fullt hús stiga á toppi B-riðils Evrópudeildarinnar eftir þrjá leiki. Liðið vann meðal annars góðan fimm marka sigur gegn Valsmönnum í seinustu umferð, 32-37. Teitur Örn einarsson og félagar hans í Flensburg voru hins vegar skrefi á eftir Ystads frá upphafi til enda í kvöld. Heimamenn tóku forystuna strax í fyrstu sókn og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-14. Heimamenn juku forskot sitt í fimm mörk strax í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir náðu þó að minnka muninn niður í tvö mörk fljótlega eftir það. Nær komust gestirnir þó aldrei og heimamenn unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 29-26. Ystads er nú með fjögur stig eftir fjóra leiki, jafn mörg og Valur og PAUC í öðru til fjórða sæti riðilsins, en Valur og PAUC eigast við í kvöld. Flensburg trónir enn á toppi riðilsins með sex stig. Þá unnu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen nauman eins marks sigur gegn Benfica í A-riðli, 26-25. Heimamenn í Kadetten náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik og voru hársbreidd frá því að kasta frá sér sigrinum, en Óðinn Þór Ríkharðsson reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið með seinasta skoti leiksins. Óðinn Þór skoraði þrjú mörk fyrir Kadetten í kvöld og liðið situr nú í öðru til þriðja sæti riðilsins með sex stig, líkt og Göppingen. Að lokum vann Benidorm dramatískan eins marks sigur gegn Ferencváros í B-riðli Valsmanna þar sem sigurmarkið var skorað þegar um fjórar sekúndur voru til leiksloka.
Handbolti Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira