Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2022 07:01 Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007-2013. Hún segist hafa heyrt skelfilegar frásagnir af illri meðferð barna á einkaheimilum á þeim tíma. Það þurfi að rannsaka. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum. Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum.
Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02