Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 11:06 Hnúfubakur í Sundahöfn Vísir/Vilhelm Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu. Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu.
Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira