Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun.
Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2022, sé 560,9 stig og hækki um 0,29 prósent frá fyrri mánuði.
Verð á matvörum hækkaði um 0,8 prósent sem hefur 0,11 prósent áhrif á vísitöluna. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,0 prósent sem hefur 0,20 prósent áhrif á vísitöluna. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar um 8,9% sem heur -0,17 prósent áhrif á vísitöluna. lækkunar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%. Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist í október 9,4 prósent og 9,3 prósent í september
Tólf mánaða verðbólga hefur hækkað nokkuð skarpt síðasta árið en á sama tíma á síðasta ári mældist verðbólgan 4,8 prósent. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt yfir sama tímabil.