Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 15:29 Þetta er lax. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40