Þögn eftir að Trump fundaði með þekktum rasistum Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 15:20 Trump (f.m.) heldur því fram að hann hafi ekki þekkt nein deili á Nick Fuentes (t.h.) þegar Kanye West (t.v.) mætti óvænt með hann í Mar-a-Lago í síðustu viku. AP Leiðtogar og þingmenn Repúblikanaflokksins hafa að mestu þagað þunnu hljóði eftir að í ljós kom að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hitti tvo þekkta rasista og gyðingahatara heima hjá sér í Flórída á dögunum. Trump vísar gagnrýni annarra á fundinn á bug. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður gekkst Trump við því að hafa snætt kvöldverð með Kanye West og Nick Fuentes, hvítum þjóðernissinna af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála, í Mar-a-Lago-klúbbnum sínum á þriðjudag, aðeins viku eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. West hefur ítrekað spúð gyðingahatri upp á síðkastið og var bannaður á flestum samfélagsmiðlum fyrir vikið. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti honum þó á sinn miðil í síðustu viku. Fuentes er alræmdur fyrir alls kyns rasisma og að afneita því að helförin hafi átt sér stað. Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi fundinn og sagði fordóma, hatur og gyðingahatur ekki eiga heima í Bandaríkjunum, þar á meðal í Mar-a-Lago. „Afneitun á helförinni er viðurstyggileg og hættulegt og það verður að fordæma hana af krafti,“ sagði í yfirlýsingu Andrews Bate, talsmannsins. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður að því hvað honum fyndist um fundinn umdeilda sagði hann fréttamönnum að þeir vildu ekki vita hvað honum fyndist um hann. Trump hélt því fram á föstudag að hann hefði ekki kunnað nein deili á Fuentes áður en hann mætti með West til kvöldverðarins. Honum hefði hins vegar komið vel saman við West sem hafi ekki „tjáð neitt gyðingahatur“ yfir matnum. Trump hafi kunnað að meta fögur orð sem West hafði um hann í þætti á Fox-sjónvarpsstöðinni. „Af hverju hefði ég ekki átt að samþykkja að hittast?“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth. Fyrrverandi forsetinn fordæmdi hvorugan manninn fyrir rasísk ummæli þeirra. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída þar sem fundurinn með West og Fuentes fór fram.AP/Steve Helber Ekki hæfur til að bjóða sig fram Fundurinn með alræmdum gyðingahöturunum hefur ekki kallað á nein viðbrögð frá leiðtogum Repúblikanaflokksins þrátt fyrir að Trumps sé fyrrverandi forseti og teljist líklegur til þess að hreppa tilnefningu flokksins aftur. Hvorugur leiðtoga flokksins á Bandaríkjaþingi né Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegasti keppinautur Trump um tilnefninguna, hafa sagt nokkuð um fundinn. Einu áberandi repúblikanarnir sem hafa hreyft mótmælum eru Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi framboðs Trump árið 2016, og Mike Pompoe, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Pompeo vísaði þó hvorki til Trump né fundarins sérstaklega í tísti þar sem hann fordæmdi gyðingahatur. „Gyðingahatur er krabbamein. Ég stend með gyðingum í glímunni við elstu fordóma mannkynssögunnar,“ tísti hann. Anti-Semitism is a cancer. As Secretary, I fought to ban funding for anti-Semitic groups that pushed BDS.We stand with the Jewish people in the fight against the world s oldest bigotry.— Mike Pompeo (@mikepompeo) November 26, 2022 Christie sagði við New York Times að Trump hefði sýnt af sér dómgreindarbrest með því að hitta Fuentes og að það sýndi að hann væri ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta aftur. Vill gyðinga brottræka úr Bandaríkjunum og siga hernum á blökkumenn Fuentes er 24 ára gamall og hefur skapað sér nafn á hægri vængnum, meðal annars með árlegri ráðstefnu hvítra þjóðernissinna og samtökum sem kallast Bandaríkin fyrst. Þá hefur hann myndað tengsl við þingmenn Repúblikanaflokksins eins og Marjorie Taylor Greene frá Georgíu og Paul Gosar frá Arizona, eitt helsta harðlínufólkið í flokknum. Bæði hafa komið fram á samkomum með hvítum þjóðernissinnum. Í hlaðvarpi sínu notar Fuentes hatursyrði um aðra kynþætti. Nýlega kallað hann eftir því að gyðingar yrðu gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og herinn yrði sendur inn í hverfi blökkumanna. Fuentes tók einnig þátt í samkomu hvítra þjóðernissinna sem leystist upp í óeirðir í Charlottesville árið 2017. Ung kona lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp fólks sem mótmælti samkomunni. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Fuentes hafi lýst sér sem hluta af kjarnastuðningsmönnum Trump þegar hann hitti fyrrverandi forsetann. Trump hafi sagt fólki við matarborðið að Fuentes „skildi sig“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump þykist ekki þekkja alræmda kynþáttahatara eða lætur hjá líða að fordæma þá. Í kosningabaráttunni árið 2016 lét Trump sem hann hefði aldrei heyrt um David Duke, líklega þekktasta leiðtoga Kú Klúx Klan undanfarinna áratuga, eftir að Duke lýsti yfir stuðningi við framboðið. Þá forðaðist Trump í lengstu lög að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og rasista eftir óeirðirnar mannskæðu í Charlottesville. Lagði hann þá að jöfnu við hóp fólks sem mætti til þess að mótmæla öfgamönnunum og tók undir sum af sjónarmiðum þeirra, þar á meðal um styttur af herforingjum gömlu Suðurríkjanna. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Eftir nokkuð japl, jaml og fuður gekkst Trump við því að hafa snætt kvöldverð með Kanye West og Nick Fuentes, hvítum þjóðernissinna af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála, í Mar-a-Lago-klúbbnum sínum á þriðjudag, aðeins viku eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. West hefur ítrekað spúð gyðingahatri upp á síðkastið og var bannaður á flestum samfélagsmiðlum fyrir vikið. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti honum þó á sinn miðil í síðustu viku. Fuentes er alræmdur fyrir alls kyns rasisma og að afneita því að helförin hafi átt sér stað. Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi fundinn og sagði fordóma, hatur og gyðingahatur ekki eiga heima í Bandaríkjunum, þar á meðal í Mar-a-Lago. „Afneitun á helförinni er viðurstyggileg og hættulegt og það verður að fordæma hana af krafti,“ sagði í yfirlýsingu Andrews Bate, talsmannsins. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður að því hvað honum fyndist um fundinn umdeilda sagði hann fréttamönnum að þeir vildu ekki vita hvað honum fyndist um hann. Trump hélt því fram á föstudag að hann hefði ekki kunnað nein deili á Fuentes áður en hann mætti með West til kvöldverðarins. Honum hefði hins vegar komið vel saman við West sem hafi ekki „tjáð neitt gyðingahatur“ yfir matnum. Trump hafi kunnað að meta fögur orð sem West hafði um hann í þætti á Fox-sjónvarpsstöðinni. „Af hverju hefði ég ekki átt að samþykkja að hittast?“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth. Fyrrverandi forsetinn fordæmdi hvorugan manninn fyrir rasísk ummæli þeirra. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída þar sem fundurinn með West og Fuentes fór fram.AP/Steve Helber Ekki hæfur til að bjóða sig fram Fundurinn með alræmdum gyðingahöturunum hefur ekki kallað á nein viðbrögð frá leiðtogum Repúblikanaflokksins þrátt fyrir að Trumps sé fyrrverandi forseti og teljist líklegur til þess að hreppa tilnefningu flokksins aftur. Hvorugur leiðtoga flokksins á Bandaríkjaþingi né Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegasti keppinautur Trump um tilnefninguna, hafa sagt nokkuð um fundinn. Einu áberandi repúblikanarnir sem hafa hreyft mótmælum eru Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi framboðs Trump árið 2016, og Mike Pompoe, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Pompeo vísaði þó hvorki til Trump né fundarins sérstaklega í tísti þar sem hann fordæmdi gyðingahatur. „Gyðingahatur er krabbamein. Ég stend með gyðingum í glímunni við elstu fordóma mannkynssögunnar,“ tísti hann. Anti-Semitism is a cancer. As Secretary, I fought to ban funding for anti-Semitic groups that pushed BDS.We stand with the Jewish people in the fight against the world s oldest bigotry.— Mike Pompeo (@mikepompeo) November 26, 2022 Christie sagði við New York Times að Trump hefði sýnt af sér dómgreindarbrest með því að hitta Fuentes og að það sýndi að hann væri ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta aftur. Vill gyðinga brottræka úr Bandaríkjunum og siga hernum á blökkumenn Fuentes er 24 ára gamall og hefur skapað sér nafn á hægri vængnum, meðal annars með árlegri ráðstefnu hvítra þjóðernissinna og samtökum sem kallast Bandaríkin fyrst. Þá hefur hann myndað tengsl við þingmenn Repúblikanaflokksins eins og Marjorie Taylor Greene frá Georgíu og Paul Gosar frá Arizona, eitt helsta harðlínufólkið í flokknum. Bæði hafa komið fram á samkomum með hvítum þjóðernissinnum. Í hlaðvarpi sínu notar Fuentes hatursyrði um aðra kynþætti. Nýlega kallað hann eftir því að gyðingar yrðu gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og herinn yrði sendur inn í hverfi blökkumanna. Fuentes tók einnig þátt í samkomu hvítra þjóðernissinna sem leystist upp í óeirðir í Charlottesville árið 2017. Ung kona lést þegar nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp fólks sem mótmælti samkomunni. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Fuentes hafi lýst sér sem hluta af kjarnastuðningsmönnum Trump þegar hann hitti fyrrverandi forsetann. Trump hafi sagt fólki við matarborðið að Fuentes „skildi sig“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump þykist ekki þekkja alræmda kynþáttahatara eða lætur hjá líða að fordæma þá. Í kosningabaráttunni árið 2016 lét Trump sem hann hefði aldrei heyrt um David Duke, líklega þekktasta leiðtoga Kú Klúx Klan undanfarinna áratuga, eftir að Duke lýsti yfir stuðningi við framboðið. Þá forðaðist Trump í lengstu lög að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og rasista eftir óeirðirnar mannskæðu í Charlottesville. Lagði hann þá að jöfnu við hóp fólks sem mætti til þess að mótmæla öfgamönnunum og tók undir sum af sjónarmiðum þeirra, þar á meðal um styttur af herforingjum gömlu Suðurríkjanna.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21